Fimmtudagur 2. janúar, 2025
1.8 C
Reykjavik

Nafn er fundið á hið nýja lið í Fjarðabyggð: „Þátttakan var alveg með ólíkindum“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Komið er nafn á óstofnað sameiginlegt knattspyrnufélag helstu félaga í Fjarðabyggð en fjöldinn allur af tillögum barst í hugmyndasamkeppni Fjarðabyggðar.

„Þátttakan var alveg með ólíkindum og mér telst til að vel yfir fjögur hundruð tillögur hafi borist í heildina,“ sagði Magnús Árni Gunnarsson deildarstjóri íþróttamála hjá Fjarðabyggð í samtali við Austurfrétt.

Magnús hefur, ásamt fleirum staðið fyrir hugmyndasamkeppni um nýtt nafn á óstofnað sameiginlegt knattspyrnufélag helstu félaga í Fjarðabyggð og nú er búið að velja besta nafnið.

Mun hið nýja knattspyrnufélag heitir Knattspyrnufélag Austfjarða, skammstafað KFA.

Sú krafa var gerð um nafnið að það endurspeglaði metnað, sameiningarafl og heiðarleika en auk þess þurfti það að vera þjált í munni, auðvelt til hvatningar og standast allar íslenskar málvenjur. Sérstök nafnanefnd valdi nafnið en var hún skipuð formönnum stjórna Austra, Leiknis, Vals, Súlunnar, Þróttar, Hrafnkells Freysgoða og svo Magnúsi.

Segist Magnús hafa verið mjög hissa á þátttökunni í samtali við Austurfrétt. „Næstum einn af hverjum tíu í sveitarfélaginu öllu sendi inn hugmynd að nafni sem er frábært því það sýnir að margir hafa á þessu áhuga. Við fórum gaumgæfilega yfir allar tillögurnar og þessi stóð upp úr að okkar mati.“

- Auglýsing -

Hið nýja lið lék áður sem hið sameinaða lið Knattspyrnufélags Fjarðabyggðar auk Leiknis frá Fáskrúðsfirði en þessi félög hafa leikið í sitt hvoru lagi.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -