Miðvikudagur 20. nóvember, 2024
-4.5 C
Reykjavik

Nýjar rannsóknir blása á fullyrðingar um hættuna vegna framræsts lands

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Munurinn á þeim því sem haldið hefur verið fram hingað til um magn kolefnislosunar vegna framræsts lands hér á landi og þeim niðurstöðum sem fengust í nýlegri rannsókn er sláandi. Munurinn nemur að meðaltali 23,67 tonnum á hvern hektara sem skilar skekkju upp á rúm 88 prósent.

Þetta kemur fram í úttekt Bændablaðsins sem fjallar um niðurstöður skýrslunnar „Langtímatap kolefnis í framræstu ræktarlandi“. Höfundar skýrslunnar eru Þór­oddur Sveinsson, sem var verkefnis­­stjóri, Teitur Sævarsson landbúnaðar­fræðingur, María Svavarsdóttir landfræðingur, Bergrún Arna Óladóttir eldfjallafræðingur, Þorbjörg Helga Sigurðardóttir landbúnaðarfræðingur, Eiríkur Loftsson ráðunautur og Þórarinn Leifsson bóndi.

Árum saman hafa verið hafðar uppi fullyrðingar um gríðarmikla losun gróður­húsalofttegunda úr framræstu landi. Því hefur verið haldið fram að losunin næmi allt að 70 prósentum af heildarlosun landsins. Nýjar íslenskar rannsóknir gefa hins vegar til kynna að fullyrðingar um hina mikla losun séu mögulega rangar og þannig stórlega ýktar.

Samkvæmt Bændablaðinu hefur því verið haldið á lofti að losun gróðurhúsalofttegunda vegna þess sé á bilinu 21 til 32 tonn á hvern hektara. Hinar nýju rannsóknir, sem birtar voru af Landbúnaðarháskóla Íslands, sýna hins vegar að mögulega nemi losunin aðeins 0,9 til 5 tonn á hektara. Eins og áður sagði er þarna á ferðinni skekkja upp á rúm 88 prósent.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -