Föstudagur 3. janúar, 2025
-0.2 C
Reykjavik

Ofbeldisbrotum fækkar á Austurlandi milli ára – Umferðaslys ekki verið færri síðan 2020

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -
Ofbeldisbrotum fækkar lítillega frá árinu 2023 á Austurlandi samkvæmt bráðabirgðatölum lögreglunnar og umferðaslys hafa ekki verið færri síðan frá árinu 2020.

Bráðabirgðatölur lögreglunnar á Austurlandi fyrir árið 2024 varðandi helstu málaflokka liggja nú fyrir. Þar má sjá að hegningarlagabrotum fækkar lítillega frá árinu 2023 en eru svipað mörg og þau voru að meðaltali frá árinu 2015. Það sama á við um eignarspjöll, auðgunar- og ofbeldisbrot, en öll eru þau nálægt meðaltali. Skráðum kynferðisbrotum fjölgar hins vegar aðeins frá síðasta ári. Í heildina eru þau þó fá og hlutfallslegar breytingar milli ára til fjölgunar eða fækkunar geta þess vegna verið þó nokkrar.

Þá fækkar umferðarlagabrotum og eru undir meðaltali. Fjöldi ökumanna grunaður um akstur undir áhrifum áfengis eða fíkniefna er lítillega yfir meðaltali. Þar að auki fækkar skráðum fíkniefnabrotum.

Fram kemur í bráðabirgðatölum lögreglunnar að umferðaslys hafi ekki verið færri frá Covid-árinu 2020, þegar umferðarþungi féll mikið milli ára. Samkvæmt bráðabirgðatölum Vegagerðarinnar er umferðarþungi svipaður milli áranna 2023 og 2024 og því er fækkun slysa sérstakt ánægjuefni.

Skráð heimilisofbeldismál eru svipað mörg og þau voru að meðaltali árin 2015 til 2023.
Fyrir neðan má sjá tölurnar.

Bráðabirgðatölur lögreglunnar á Austurlandi fyrir árið 2024.
Mynd: Facebook

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -