Lögreglan á Vestfjörðum óskar eftir upplýsingum og hefur sent frá sér tilkynningu sem hægt að lesa hér fyrir neðan.
„Föstudaginn 27. september, um klukkan 16:45, var bifreið ekið afturábak úr bifreiðastæði við Hafnarstræti 5 á Ísafirði. Það vildi svo óheppilega til að bifreiðin rakst á barn sem var að ganga yfir gangbraut sem var fyrir aftan bifreiðina. Barnið hlaut ekki alvarlega áverka. Lögreglan á Vestfjörðum óskar eftir vitnum af atvikinu. Einnig óskar lögreglan eftir að ná tali af ökumanni bifreiðarinnar sem vitni eru sammála um að hafi verið silfurlituð fólksbifreið.
Ef einhver býr yfir myndefni úr öryggismyndavélum af umræddu svæði óskar lögreglan einnig eftir að fá að sjá það efni.