Laugardagur 21. desember, 2024
0.8 C
Reykjavik

Ótrúlega skýr mynd af fyrstu íbúum Seyðisfjarðar: „Við sjáum aldrei slíkt frá þessum tíma“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ótrúlega heillegar húsarústir hafa komið í ljós í uppgreftri í bæjarhóli landnámsbæjarins Fjarðar í Seyðisfirði. Þýðir það að í uppgreftrinum sem er nú lokið þetta sumarið, er að finna heimildir um síðari hluta landnáms og upphaf miðalda á Íslandi.

„Við töldum bæjarhólinn vera nokkuð þekkta stærð en hann varð töluvert stærri og umfangsmeiri en við héldum, ekki 30 metra langur heldur 90 metrar,“ segir Ragnheiður Traustadóttir, doktor í fornleifafræði, sem stýrir uppgreftrinum. Rætt var við hana í þættinum Að austan á N4 í gærkvöldi en Austurfrétt sagði frá málinu.

Ákveðið var að ráðast í uppgröftinn í fyrra vegna þess að hluti svæðisins fer undir nýja snjóflóðavarnarmannvirki við norðanverða byggðina. Kuml fundust þar í haust.

Þetta sumarið hafa fundist mannvirki frá tímabilinu 950-1150 en það er víkingaaldarskáli, útihús, túngarður og fleira. Skriða lá yfir hluta uppgraftarsvæðisins en hún féll um aldamótin 1100 en hún á sinn þátt í varðveislu svæðisins.

„Við erum með metra háa torfveggi í skálanum og viðbyggingum. Við sjáum aldrei slíkt frá þessum tíma. Skriðan hefur varðveitt þessa veggi. Það að byggingarnar séu þetta heillegar gera okkur auðveldara að skilja þær. Við höfum líka fundið ótrúlega marga gripi; hversdagsgripi, skartgripi og gripi sem búnir voru til á staðnum.

Með þessu öllu og í samhengi við kumlin frá í fyrra, fáum við ótrúlega áhugaverða heildarmynd af fyrstu íbúum Seyðisfjarðar. Við getum myndað okkur skoðun á sögu þeirra sem fyrst settust hér að og sagt sögu þeirra.“

- Auglýsing -

Áformað var að klára uppgröftinn í sumar en nú er ljóst að haldið verður áfram þriðja árið. Nýta á vetrarmánuðina til að tryggja varðveislu og rannsaka það sem hefur fundist í sumar.

„Allar minjar segja einhverja sögu. Á Austurlandi hefur verið lítið grafið, sérstaklega frá þessum tíma. Þessi uppgröftur mun gefa okkur fyllri mynd af sögu 10. og 11. aldar á Íslandi. Hér er líka upphaf Seyðisfjarðar og þar með saga Seyðfirðinga. Veturinn og næsta sumar verða því mjög spennandi.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -