Seint í morgun urðu mannleg mistök því valdandi að allur Seyðisfjörður missti rafmagn. Starfsmenn RARIK var kallað á staðinn til að laga vandamálið en samkvæmt Austurfrétt var verið að vinna í línu á Egilsstöðum og inn á Seyðisfjörð þegar atvikið átti sér stað. Viðgerðir munu að sögn RARIK ekki taka langan tíma.
„Þegar átti að taka út línuna vegna þeirrar vinnu urðu mistök til þess að línan datt út og rafmagnslaust var í kjölfarið. Viðgerðin nú er tímabundin af okkar hálfu en teymi frá Landsneti er í þessum töluðu að gera að fullu við línuna og það er gert ráð fyrir að því verði lokið einhvern tíma á milli klukkan 15 og 16 í dag. Þá verður hún sett á nýjan leik í eðlilegan rekstur,“ sagði Guðgeir Guðmundsson, sérfræðingur RARIK, um málið við Austurfrétt.