- Auglýsing -
Grindavík er án rafmagns en að sögn Sigrúnar Ingu Ævarsdóttur, upplýsingafulltrúa Veitna er ástæða þess að bilun er í stofnstreng sem liggur frá Svartsengi til bæjarins. Rafmagnsleysið hófst klukkan 03:30 í nótt en mbl.is greinir frá þessu.
Samkvæmt miðlinum er búið að staðsetja hvar bilunin átti sér stað en ekki sé búið að grafa niður að strengnum. Ekki er talið að þessi bilun tengist þeim jarðhræringum sem hafa átt sér stað á svæðinu undanfarið.