Föstudagur 13. desember, 2024
-2.2 C
Reykjavik

Reykræsta þurfti smíðastofu Egilsstaðaskóla – Snör handtök starfsmanna kom í veg fyrir eldsvoða

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Slökkvilið Múlaþings var kallað út í Egilsstaðaskóla í hádeginu í gær, eftir að glóð og reykur kom upp í sög í smíðastofu skólans. Starfsfólk skólans brugðust hratt og örugglega við og snör handtök þeirra komu í veg fyrir að glóðin yrðu að miklum eldi.

„Við gerðum mest lítið. Það eru bestu útköllin þegar svo er,“ segir Ingvar Birkir Einarsson, varaslökkvistjóri í samtali við Austurfrétt.

Starfsfólk skólans brást hratt við og fór með sögina út úr byggingunni. Þegar út var komið var var vatni sprautað yfir hana. Vegna þess varð lítið úr atvikinu fyrir utan smá glóð inni í vélinni og reykur, að því er fram kemur hjá Austurfrétt.

Smíðastofan var reykræst af slökkviliðinu, sem ræddi einnig við nemendur en sumum þeirra brá þegar eldvarnakerfi skólans fór af stað.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -