Fimmtudagur 23. janúar, 2025
0.5 C
Reykjavik

Risasveppur vex við Sigurgerði í Fellum: „Ég hélt fyrst að þetta væri dautt lamb“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Við aflögð útihús við Sigurgerði í Fellum á Héraði, hefur glæsileg jötungíma, sem talin er vera stærsta sveppategund heims, dúkkað upp. Þar hefur jötungíman skotið upp kollinum af og til síðustu 15 árin.

„Sveppurinn kemur ekki fram á hverju ári. Það eru 2-3 ár síðan hún sást hér síðast,“ segir Brynjólfur Rúnar Gunnarsson, bóndi á Hafrafelli í samtali við Austurfrétt.

Fram kemur í Sveppabókinni eftir Helga Hallgrímsson, náttúrufræðing á Egilsstöðum, að Jötungíma hafi fyrst fundist hér á landi árið 1988 en það var í Árnessýslu og Eyjafirði, nánast samtímis. Á Austurlandi fundust fyrstu jötungímurnar árið 2009 en það var við Hafursá á Völlum og Sigurðargerði í landi Áss í Fellum.

Í bókinni kemur fram að hinir risavöxnu sveppir hafi yfirleitt fundist nærri aflögðum íbúðar- eða gripahúsum en jötungíman við Sigurðargerði vex á gróinni fjárhúsatótt sem árið 1990 var rutt yfir. Telur Brynjólfur að fjárhúsi hafi ekki verið notuð síðan um 1950.

Brynjólfur rifjar einnig upp þegar hann sá sveppinn þar fyrst. „Ég hélt fyrst að þetta væri dautt lamb. Úr fjarlægð var þetta stór hvítur blettur. Mig minnir líka að fyrstu sveppirnir hafi verið þrír og miklu stærri en þessi,“ segir hann og bætir við að jötungíman hafi komið fram 3-4 sinnum á þessum tíma.

Sveppurinn hefur einnig fundist víðsvegar á landinu en árið 2020 spratt hann upp við Bragðavelli í Hamarsfirði og 2022 við Hjarðarhaga á Jökuldal.

- Auglýsing -

Fram kemur í umfjöllun Austurfréttar að fræðiheiti sveppsins sé „calvatia (Langermannia) gigantea“ og að aldin hennar sé belg- eða kúlulaga, yfirleitt flatvaxið og ílangt. Hér á landi sé það 20 til 60 sentimetrar en allt að 150 sentimetrar erlendis.

Þar kemur aukreitis fram að af ljósmynd Brynjólfs af sveppinum megi áætla að hann sé um 30 sentimetrar á hæð og hátt í 50 sentimetrar á lengd.

Jötungíman er eins og aðrir físisveppir æt, meðan hún er ung að því er fram kemur í Sveppabókinni, og „einn slíkur stórsveppur sé góður málsverður handa stórfjölskyldu.“ Brynjólfur segist aðspurður ekki hafa prófað að elda jötuntímu.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -