Miðvikudagur 27. nóvember, 2024
3.2 C
Reykjavik

Bæjarstjóri segir ekki komið að goslokum: „Það er eng­an veg­inn þannig“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ekki eru allir sammála um hvort að eldgosinu á Reykjanesi sé lokið. Magnea Óskars­dótt­ir, nátt­úru­vá­sér­fræðing­ur á Veður­stof­unni, sagði í sam­tali við mbl.is að gos­inu sé þannig séð lokið. Þessu er Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkur, ekki endilega sammála.

„Það eru ánægju­leg tíðindi að það skuli ekki vera mik­il hraun­fram­leiðsla upp úr þess­ari gígaröð, en vís­inda­menn hafa tekið það fram og nú síðast á fundi í morg­un að það sé ekki gott að ráða í stöðuna og þetta geti tekið sig upp á nýj­an leik. Það er eng­an veg­inn þannig að það sé hægt að lýsa yfir gos­lok­um fyrr en að ein­hverj­um tíma liðnum. Við von­umst til þess að gos­inu sé lokið en það þýðir ekki hægt að fagna því strax,“ sagði Fann­ar við mbl.is um málið.

Gosið hófst 18. desember í Sundhnúksgígaröðinni og hefur haft mikil áhrif á íbúa Grindavíkur en ljóst er þeir munu ekki fá að halda jól í bænum. Þá var tilkynnt í gær að húsnæðisstyrkur sem Grindvíkingur hefur verið veittur verður framlengdur yfir veturinn. Þá sagði Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkur, að slíkur stuðningur væri mjög mikilvægur.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -