Sunnudagur 22. desember, 2024
-4.2 C
Reykjavik

Seyðfirðingar drógu línu í sjóinn – Friðlýstu fjörðinn með neyðarblysum

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Þann 12. október síðastliðinn var haldinn samstöðufundur gegn sjókvíaeldi í Seyðisfirði undir heitinu „Við drögum línu í sjóinn – Verndum Seyðisfjörð“. Á fundinum var sýnt nýtt myndband sem sýnir samstöðugjörning þar sem kajakræðarar draga línu í sjóinn með því að raða sér upp í röð, kveikja á neyðarblysum og loka þannig firðinum með táknrænum hætti. Lagið Oral sem Björk Guðmundsdóttir samdi og flytur ásamt stórstjörnunni Rosalíu ómar undir myndskeiðinu, en lagið gaf Björk til baráttunnar gegn sjókvíaeldi við Ísland.

Frá samstöðufundinum.
Ljósmynd: Juanjo Ivaldi

Samkvæmt skoðanakönnun Gallup sem gerð var fyrir sveitarfélagið Múlaþing eru 75 prósent Seyðfirðinga andvígir sjókvíaeldi í firðinum. Ekki er til fordæmi fyrir viðlíka andstöðu heimamanna en svo virðist sem neikvæð afstaða yfirgæfandi meirihluta bæjarbúa nægi ekki til þess að stöðva áform um mengandi stóriðju í þeirra nærumhverfi, eins og fram kemur í fréttatilkynningu frá AEGIS-hópnum (VÁ félag um vernd fjarðarLandverndNáttúruverndarsamtök ÍslandsUngir umhverfissinnarSUNN – Samtök um náttúruvernd á NorðurlandiNASF – Verndarsjóður villtra laxa og Íslenski náttúruverndarsjóðurinn, auk fjölda þjóðþekktra einstaklinga).

Herðubreið skreytt með ljósalist.
Ljósmynd: Juanjo Ivaldi

Fullt var út úr húsi í félagsheimilinu Herðubreið þar sem boðið var upp á plokkfisk, tónlist og talað mál. Á meðal ræðumanna voru Ómar Ragnarsson sem minnti á að barátta á borð við þá sem Seyðfirðingar sé barátta fyrir jörðinni allri sem á undir högg að sækja gegn gróðraöflum. Þá fluttu ræður Chris Burkard ljósmyndari og náttúruunnandi sem og Árni Pétur Hilmarsson bóndi úr Laxárdal sem rifjaði meðal annars upp einstakan viðburð úr heimasveit hans þegar bændur úr Suður-Þingeyjarsýslu tóku sig saman árið 1970 og sprengdu í loft upp stíflu í Laxá og tókst þannig að koma í veg fyrir eyðileggingu Laxár og Mývatns. Aðgerðin er af ýmsum talin hafa markað upphaf náttúruverndarbaráttu á Íslandi.

Fullt var í Herðubreið.
Ljósmynd: Juanjo Ivaldi

Í frétt sem birtist á daginn eftir samstöðufund Seyðfirðinga á RÚV undir fyrirsögninni var fullyrt að Matvælastofnun segði ekkert benda til annars en að leyfi verði gefið út til laxeldis í Seyðisfirði fyrir næsta vor. Fram kemur í fréttatilkynningu að um er að ræða alvarlega fullyrðingu að ræða að mati andstæðinga sjókvíaeldis, þar sem bæði skipulag og framkvæmd sé haldin verulegum ágöllum sem skera þurfi úr um hvort standist kröfur laga áður en hægt er að fullyrða nokkuð um mögulegar leyfisveitingar, enda hafa þær ekki verið auglýstar og því formleg andmæli ekki komið fram.

Frá samstöðufundinum.
Ljósmynd: Juanjo Ivaldi

Ennfremur segir í fréttatilkynningunni: „Þá er vakin athygli á því að enn hefur ekki verið skorið úr um fjölmörg álitamál er tengjast nýlegum leyfisveitingum MAST til sjókvíaeldis á Vestfjörðum en eru nú til málsmeðferðar hjá Úrskurðanefnd umhverfis og auðlindamála.“

Frá samstöðufundinum.
Ljósmynd; Juanjo Ivaldi

Að lokum segir:

- Auglýsing -

„Eru alvarlegir ágallar meðal annars fólgnir í því að ekki er búið að taka tillit til þeirrar ógnar við fjarskiptaöryggi sem fyrirhuguðu sjókvíaeldi fylgir vegna svokallaðs Faricestrengs sem liggur um Seyðisfjörð og er grundvöllur þriðjungs fjarskiptaöryggis Íslands við umheiminn og enn stærri hluti af fjarskiptaneti Færeyja. Hafa umsagnir félagsins Farice ehf. sem er í ríkiseigu þannig verið hunsaðar af yfirvöldum en þar kemur fram að nauðsynlegt sé að breyta fjarskiptalögum til að tryggja öryggi strengsins ef af fyrirhuguðu eldi í Seyðisfirði verður.“

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -