Miðvikudagur 6. nóvember, 2024
5.9 C
Reykjavik

Síldarvinnslan frestar lokun bolfiskvinnslunnar á Seyðisfirði

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Lokun bolfiskvinnslunnar á Seyðisfirði hefur verið frestað um fjóra mánuði.

Síldarvinnslan hefur ákveðið að fresta lokun bolfiskvinnslunnar á Seyðisfirði til loka mars 2024, eða um fjóra mánuði. Þannig er vonast til að starfsfólk eigi auðveldara með að finna sér nýja vinnu. Austurfrétt segir frá málinu. Síldarvinnslan stingur upp á því að Ofanflóðasjóður kaupi vinnsluhúsnæði og að andverðið verði nýtt í að byggja upp húsnæði fyrir nýja atvinnustarfsemi.

Kemur þetta fram í svari Gunnþórs Ingvasonar, forstjóra Síldarvinnslunnar, við áskorun sveitarstjórnar Múlaþings um að endurskoða ákvörðun um lokun vinnslunnar.

Um miðjan september tilkynnti Síldarvinnslan að vinnslunni yrði hætt þann 30. nóvember næstkomandi því búnaður vinnslunnar ræður ekki við þær kröfur sem uppi eru á mörkuðum nútímans. Um það bil þrjátíu manns vinna í vinnslunni en þeim var boðin vinna við vinnslurnar í Neskaupsstað og Grindavík auk þess sem nokkur störf voru laus við fjölmjölsverksmiðjuna á Seyðisfirði.

Í svari sínu lýsti Síldarvinnslan aukreitist vilja sínum til samstarfs við Múlaþing um aðgerðir í atvinnumálum, svo hægt sé að milda höggið sem hlýst af lokun vinnslunnar.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -