Veðurofsinn sem gengið hefur yfir landið undanfarna daga hefur ekki farið framhjá neinum. Fjölmargir bæjir hafa orðið fyrir tjóni af völdum hans víða um land og er Grindavík einn þeirra bæja. Í morgun flæddi sjór yfir hafnarsvæðið og inn í frystihús Vísis hf. við Miðgarð.
Samkvæmt frétt Víkurfrétta, var sjórinn um hálfur metri að dýpt. Rafmagn fór af á hafnarsvæðinu eftir að sjórinn komst í rafmagnskassa.
Nú eru að störfum björgunarfólk og slökkviliðsmenn á vettvangi, auk lögreglu og starfsmanna hafnarinnar en ljóst er að talsvert tjón hefur hlotist af flóðinu.
Hér fyrir neðan má sjá ótrúleg myndbönd sem Víkurfréttir gáfu Mannlíf góðfúslegt leyfi á að birta.