Fimmtudagur 9. janúar, 2025
-6.2 C
Reykjavik

Skeytingarleysi yfirvalda vegna yfirgangs kinda: „Hvað réttlætir þetta ofbeldi gegn dýrum?“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Harpa Fönn Sigurjónsdóttir segist vera orðin þreytt á skeytingarleysi yfirvalda þegar kemur að yfirgangi kinda inn á landareign sína.

„Við eigum ca 5 hektara land sem er innan landgræðslugirðingar Vesturlandsskóga, sem jarðirnar Litlu og Stóru skógar, Birkiskógar Stapasel ofl tilheyra, gengt Munaðarnesi.“

Harpa segir að; „nú 5. árið í röð valsa rollurnar frá nálægum búbýlum, og líklega yfir heiðina að norðan, þarna um allt sumarið og langt fram á haust (eru þarna enn) og naga allt nýbrum, krafsa í görðum og beðum og eyðileggja. Stapasel er Skógræktajörð og þar hafa þær t.d. eyðilagt margar nýgróðursettar plöntur. Hjá okkur hafa þær eyðilagt runna, beð og blóm.“

Már Viðar Másson tekur í sama streng og segir að; „það voru kindur um allt land á þjóðvegunum í sumar. Ég spurðist víða fyrir um þetta og var alls staðar sagt að bændur og milliliðirnir – Framsóknarmennirnir – gæfu almennt skít í þetta. Girðingarnar falla, en þeir nenna ekki að gera við þær. “

Helga Ögmundardóttir telur umræðuna vera óvægna og spyr; „af hverju hvetur fólk til að dýrum – hér sauðfé – sé misþyrmt þegar deilan stendur milli ólíkra hópa fólks? Hvað réttlætir þetta ofbeldi gegn dýrum? Er fólk virkilega ekki komið á hærra stig en þetta? “

„Ef ég á hund má hann ekki hlaupa laus, en ef ég á rollu þá má hún valsa um alt frá fjöru til fjalla“ segir Jónas Hallgrímsson.

- Auglýsing -

Harpa segist vera orðlaus áhugaleysinu, en hún hefur sent málið „á Skógræktina – því girðingum er greinilega ábótavant – Sveitarstjórnina í Borgarbyggð, Fjallskilanefnd og meira að segja hringt í formann nefndarinnar.

Hugsið ykkur kostnaðinn og vinnuna sem hefur farið í þetta, og vinnuna sem hefur farið í að reyna láta einhvern sæta ábyrgð, sem hefur verið afskaplega lýjandi andlega.“

Að lokum spyr Harpa, „hvað getum við gert? Öll góð ráð vel þegin.“

- Auglýsing -

Greinilegt er að skiptar skoðanir eru um þessi mál innan hópsins Áhugafólk um landgræðslu á facebook.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -