Föstudagur 27. desember, 2024
-1.2 C
Reykjavik

Smit um borð í Aðalsteini Jónssyni SU 11: „Fer ekki á veiðar fyrr en í fyrsta lagi í næstu viku“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Upp hafa komið tvö Covid-19 smit í loðnuskipinu Aðalsteini Jónssyni SU 11 en skipið hefur verið á loðnumiðunum í vikunni. Allir skipverjarnir eru komnir í sóttkví fram á næstu viku en skipið er nú komið til Eskifjarðar.

Austurfrétt heyrði í Páli Snorrasyni, framkvæmdarstjóra rekstrar- og fjármálasviðs hjá Eskju. Hann sagði þá smituðu hafa verið flutta frá borði en aðrir skipverjar séu komnir í fimm daga sóttkví. Þá hafi skipið verið sótthreinsað.

„Það voru svo tekin sýni úr öllum að nýju og önnur sýnataka verður eftir fimm daga,“ segir Páll í samtali við Austurfrétt.

„Þetta ferli hefur gengið mjög vel hjá okkur en skýrar reglur eru hvernig bregðast eigi smitum um borð í skipum. Þessar reglur hafa verið óbreyttar frá því í fyrstu bylgjunni.“

Aðspurður um framhaldið og hvenær skipið haldi aftur til veiða segir hann það ekki liggja fyrir.

„Í augnablikinu erum við að einbeita okkur að því að leysa þennan smitvanda og síðan ákveðum við um framhaldið,“ segir Páll og bætir við: „En það er ljóst að skipið fer ekki á veiðar fyrr en í fyrsta lagi í næstu viku.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -