- Auglýsing -
Hreinn Hjartarson tók hreint út sagt ótrúlega ljósmynd í dag og birti á Facebook en hún hefur vakið verðskuldaða athygli.
Ljósmyndin sýnir snævi þaktar lúpínur á Grjótahálsi, rétt ofan við Húsavík. Það furðulega við myndina er sú staðreynd að Hreinn tók myndina í dag, fjórða júlí.
Til gamans má geta þess að líkur eru á að hlána taki á Grjótahálsi næstu daga en spáin á Húsavík er þokkaleg næstu daga, sé blautur morgundagurinn undanskilinn.