Miðvikudagur 20. nóvember, 2024
-5.1 C
Reykjavik

Sólheimajökull hefur hopað um 445 metra frá 2010

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Sólheimajökull hefur hopað um tæpa 40 metra á einu ári.

Nemendur í 7. bekk Hvolsskóla á Hvolsvelli fóru í síðustu viku í árlega ferð að Sólheimajökli en tilgangurinn var að mæla hann. Björgunarsveitin Dagrenning aðstoðaði krakkana við mælingarnar en eftir hana fékk hópurinn að fara í bátsferð til að skoða lónið betur. Sunnlenska greindi frá.

Hópurinn við Sólheimajökul
Ljósmynd: Hvolsskóli

Samkvæmt mælingunum hefur Sólheimajökull hopað um 37 metra frá því haustið 2021. Var þetta í 13. skipti sem hop jökulsins er mælt en frá árinu 2010 hefur hann hopað um 445 metra. Notuð voru GPS tæki við mælinguna og veiðistöng fyrir dýptarmælingu. Er lónið um 54 metrar að dýpt eins og staðan er núna.

Árið 2010 byrjaði Jón Stefánsson með þetta verkefni en nemendurnir settu niður blóm á svæðinu til að minnast Jóns.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -