Laugardagur 16. nóvember, 2024
-0.6 C
Reykjavik

Sorphirðugjöld lækkuð um tugi þúsunda: „Eðlilegt að lækka gjaldið“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Sorphirðugjöld í Mýrdalshreppi hafa verið lækkuð en Bændablaðið greinir frá þessu.

Sveitarstjórnin þar á samþykkti einróma að lækka sorphirðugjöldin á fundi en ástæðan eru tafir á dreifingu á sorpílátum. Verður rukkað 75 þúsund krónur á hvert heimili og 35 þúsund krónur á frístundahús en íbúar sveitarfélagsins eru 313 og frístundahúsin 40 talsins.

„Málið snýst um innleiðingu á nýju kerfi hjá okkur þar sem átti að rukka ákveðið gjald fyrir hvert ílát en það hefur ekki gengið nægilega hratt og talningu og dreifingu á ílátum var ekki lokið fyrr en í þessum mánuði. Því munu heimilin greiða minna heldur en þau hefðu greitt samkvæmt gjaldskrá sem miðaði við gjald per ílát. Samkvæmt þeirri gjaldskrá hefði heimili þurft að greiða 106.000 krónur á ári miðað við að vera með fjórar tunnur. Það þótti því eðlilegt að lækka gjaldið þar sem dreifing íláta tafðist,“ sagði Einar Freyr Elínarson, sveitarstjóri Mýrdalshrepps, í samtali við Bændablaðið um málið

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -