Fimmtudagur 26. desember, 2024
0.8 C
Reykjavik

Stanslaust stuð í Braggaparkinu – Fyrsta flokks aðstaða fyrir línuskauta og hjólabretti og fleira

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Draumur brettakappans Eiríks Helgasonar um innanhússaðstöðu fyrir hjólabretti, línuskauta, hlaupahjól og BMX-hjól varð að veruleika 25. maí árið 2020, þegar Braggaparkið var formlega opnað á Akureyri „Þessi hugmynd var búin að vera mér lengi hugleikin,“ segir Eiríkur og bætið við að árið 2019 hafi hann loksins fundið hentugt húsnæði í gömlu bröggunum við Laufásgötu, sem áður hýstu stálsmiðju til margra ára.

Ekki leið á löngu þar til Eiríkur og félagar hans hófu að hanna aðstöðuna og ári síðar hófst smíðavinna á fyrri helmingi verkefnisins og var sá hluti opnaður í maí.

„Seinni hlutinn var opnaður í janúar á þessu ári okkur öllum til mikillar gleði og ánægju,“ segir stoltur Eiríkur og bætir við:

„Þegar maður á sér draum, eða að hugmynd kviknar í kollinum, er ekki svo auðvelt – sem betur fer – að ýta burtu frá sér draumnum og hugmyndinni.“

You Can Do Anything | Visit Akureyri

Eiríkur segir að Braggaparkinu hafi verið afar vel og þeir hafi fengið mjög jákvæð viðbrögð frá fólki, ekki bara á Akureyri, heldur bara frá fólki allsstaðar á Íslandi og þá hafa ferðamenn – íslenskir og erlendir – líka lýst yfir ánægju með framtakið og staðinn.

- Auglýsing -

Mannlíf hvetur fólk eindregið til þess að kíkja í heimsókn til Eiríks og félaga í Baraggaparkinu; það verður enginn svikinn af þeirri heimsókn.

Þess má geta að opnunartími er sem hér segir:

Mánudag til föstudags frá 14.00 – 19.00 og laugardag og sunnudag frá 12.00 – 19.00

- Auglýsing -

Eiríkur nefnir að dagskort og fleira er selt á staðnum og til að mynda kostar 1 dagur 1.000 kr. Og 10 daga klippikort er á 8.000 kr. og leyfilegt er að fara og koma aftur, en það virkar eingöngu á milli kl. 12-19.
Þá nefnir hann að mánaðarkort kosti fyrir fullorðna 10.000 kr. Og fyrir börn 8.000 kr. – og hálfsárskort fyrir fullorðinn 30.000 kr., en fyrir barn 20.000 kr.

„Svo eru árskort fyrir fullorðna 50.000 kr. En fyrir börn 35.000 kr. Fullorðinskortin (16+) virka allan sólarhringinn alla daga en barnakortin virka eingöngu milli kl. 12-19 alla daga.“

Eiríkur vill að lokum benda á að það er enginn posi á staðnum en hægt er að greiða með pening, millifæra eða greiða með Aur.“

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -