Mánudagur 20. janúar, 2025
2.2 C
Reykjavik

Stingur upp á flotbryggju fyrir seli í lónið á Seyðisfirði – Vel tekið í hugmyndina

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Íbúi á Seyðisfirði kom með þá frumlegu hugmynd að settar verði upp nokkrar litlar flotbryggjur fyrir seli við lónið á Seyðisfirði, heimamönnum og ferðafólki til ununar.

Austurfrétt segir frá því að Elvar Snær Kristjánsson hafi lagt fram þessa hugmynd fyrir heimastjórn bæjarins fyrir skemmstu og óskaði eftir stuðningi. Fyrirbærið kallar hann selavin. Samanstæði það af lítilli flotbryggju eða pramma sem rúmað gæti allt að fjóra seli.

Þegar fyrsta skemmtiferðaskip sumarsins kom í byrjun apríl minnta það mig á að mun fleiri en ég njóta lónsins allt árið. Heimafólk á öllum aldri og ferðamenn innlendir sem erlendir njóta lónsins og því sem það hefur upp á að bjóða. Þennan dag var fallegt veður og farþegar á skipinu nutu útverunnar við lónið og ekki síst að fylgjast með selunum sem böðuðu sig í sólinni á steinunum. Frá því að ég hef búið „við lónið“ hef ég tekið eftir ferðamönnum sem laðast að selunum til að fylgjast með þeim og mynda. Þegar ég sá svo selina liggja makindalega á litlum fljótandi ísjökum um daginn datt mér í hug hvort ekki væri sniðugt að setja litla flotbryggju á lónið fyrir selina og okkur sem höfum gaman að því að fylgjast með þeim.

Tók heimastjórnin vel í hugmynd Elvar en sagði það þurfi umfjöllunar umhverfis- og framkvæmdaráðs Múlaþings sem og umsögn frá Stangveiðifélagi Seyðisfjarðar sem er leigutaki Fjarðarár sem rennur í lónið.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -