- Auglýsing -
Gríðarmikill eldur kviknaði í þvottahúsi Vasks á Egilsstöðum fyrir hálftíma síðan. Slökkvilið og aðrir viðbragðsaðilar eru mættir á staðinn. Ekki er talið að fólk sé í hættu.
Austurfrétt sagði fyrst frá brunanum en samkvæmt upplýsingum sem miðillinn fékk frá lögreglu leggur mikinn reyk frá staðnum til norðurs. Eru nágrannar beðnir um að loka gluggum og fólk hvatt til að vera ekki á ferðinni í nágrenni brunans því það gæti hindrað störf viðbragðsaðila.
Eldurinn kviknaði um klukkan 16:20 í dag en sjúkrabílar eru á staðnum en ekki er talið að fólk hafi verið inni í þvottahúsinu er eldurinn kom upp.