Fimmtudagur 26. desember, 2024
2.8 C
Reykjavik

Stórtjón á sjóvarnargörðum Vopnafjarðar: „Mikil vinna framundan við lagfæringar“ 

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Í veðurofsanum sem gekk yfir Austurlandið síðustu daga varð stórtjón á sjóvarnargörðunum á Vopnafirði.

„Þetta er sannarlega mikið tjón og ljóst að það er mikil vinna framundan við lagfæringar,“  segir Lárus Ármannsson, settur hafnarvörður á Vopnafirði, í samtali við Austurfrétt.

Eftir veðurhaminn sem gekk yfir Austurland síðustu tvo daga sér verulega á sjóvarnargarða í höfn Vopnafjarðabæjar en mikið brim gekk langt upp á land þegar veðrið var sem verst. Segir Lárus þrjú stór skörð komin í innri varnargarðinn eftir illviðrið sem hann segir eitt það alversta sem hann hafi séð.

„Öll skip eru nú farin þannig að hættan er lítil og smábátahöfnin sjálf slapp að mestu og er í lagi. En þetta þýðir auvitað að þegar innri garðurinn gefur sig þá þarf ekki aðeins að lagfæra hann heldur og ytri garðinn líka og ytri garðinn þarf að færa til vegar fyrst svo þetta gerist ekki aftur.“

Aðspurður segir Lárus illmögulegt að meta tjónið að svo stöddu en það fari ekki á milli mála að talsverðar framkvæmdir þurfti til að laga það sem skemmst hefur.

„Ég held að það sé vonlítið að fara í viðgerðir nú yfir vetrartímann en það er ljóst að það er nauðsynlegt fyrr en síðar. Nú verður bara að vona að ekkert meira svona ofsaveður sé í kortunum á næstunni því þá erum við illa sett.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -