Fimmtudagur 23. janúar, 2025
1 C
Reykjavik

Styrkja Grindvíkinga með uppboði: „Þekkjum af eigin raun hinar ýmsu jarðhræringar“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Myndlistarfélag Árnessýslu hefur ákveðið að halda upp á málverkum til að styrkja íbúa Grindavíkur við að lifa við þær erfiðu aðstæður sem það gerir núna. Það eru hátt í 40 verk og hátt í 25 félagsmenn sem taka þátt í uppboðinu og hægt að fá gífurlega falleg verk og styrkja Grindavíkinga í leiðinni. Mannlíf heyrði í Berglindi Björgvinsdóttur, formanni Myndlistarfélags Árnessýslu, til að spyrjast fyrir um uppboðið.

Berglind Björgvinsdóttir ,formaður Myndlistarfélags Árnessýslu.

„Myndlistarfélag Árnessýslu ákvað að leggja sitt af mörkum til að hjálpa þeim Grindvíkingum sem þurfa á hjálp að halda. Það hefur verið frábært að sjá samstöðu í þjóðinni, fólk að lána húsnæði, gefa fatnað, leikföng, húsgögn og fleira. Pjetur Hafstein félagsmaður fékk þá frábæru hugmynd að við gætum gert eitthvað til þess hjálpa og niðurstaðan var sú að félagsmenn voru svo frábærir að vilja gefa verk til þess að styrkja Grindvíkinga,“ sagði Berglind um hvernig það kom til að félagið ákvað að halda uppboð til styrktar Grindvíkingum.  „Við höfðum samband við Rauða Krossinn og þeir eru með reikning sem er eyrnamerktur Grindvíkingum til að styðja við þá og við munum því með uppboðinu selja verk eftir félagsmenn og rennur andvirði verkanna óskipt í sjóðinn hjá Rauða Krossinum fyrir Grindvíkinga.  Við viljum rétta fram hjálparhönd, margt smátt gerir eitt stórt.“

„Það er mjög erfitt að setja sig í aðstæður heimamanna í  Grindavík,“ sagði Berglind um ástandið í Grindavík. „Að geta gert eitthvað til þess að hjálpa skiptir því máli, við í Myndlistarfélaginu viljum leggja fram hjálparhönd á þann hátt sem við getum og gefum málverk á uppboðið,“ en uppboðið fer fram á Hótel Selfossi sunnudaginn 17. September klukkan 14:00. „Þá verður uppboðið haldið og gefst tækifæri til þess að bjóða í falleg málverk á staðnum. Það verða vatnslituð verk, blek teiknuð verk, akrýl- og olíu málverk. Öll verkin eru mjög ólík og stærðirnar eru einnig ólíkar, en það ættu allir að geta fundið sér málverk inn á sitt heimili eða í jólapakkann til þeirra sem hafa áhuga á list.“

Pjetur Hafstein listamaður með eitt af verkum sínum sem verða á uppboðinu.

„Það hefur verið ótrúlega flott samstaða í þjóðfélaginu í þessum jarðhræringum á Reykjanesi, hvort sem það eru stjórnvöld, fyrirtæki eða einstaklingar,“ sagði formaðurinn um viðbrögð þjóðfélagsins í þessu máli. „Það er því ánægjulegt fyrir Myndlistarfélagið að taka þátt og láta gott af sér leiða í þessum erfiðu aðstæðum,“ en Sunnlendingar eru alls ekki ókunnir jarðskjálftum og eldgosum.

„Við Sunnlendingar þekkjum af eigin raun hinar ýmsu jarðhræringar eins og stóra jarðskjálfta, líkt og Suðurlandsskjálftann og til dæmis eldgosið í Eyjafjallajökli. Ég vona innilega að uppboðið sem Myndlistarfélagið stendur fyrir heppnist vel og að það komi til góðs fyrir marga Grindvíkinga sem þurfa á því að halda. Við vonumst eftir jólakraftaverki og að Grindvíkingar komist heim fyrir jólin.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -