Fimmtudagur 2. janúar, 2025
0.8 C
Reykjavik

Surtshellir í sýndarveruleika

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Verkið var krefjandi enda kalt, dimmt og rakt í hellum sem þessum og mikilvægt að gæta öryggis á allan hátt. Út frá rúmlega þrjú hundruð skönnunarstöðum var hægt að útbúa samfellt punktaský og í kjölfarið sýndarveruleika af öllum hellinum,“ þessu lýsir Diego Bitzenhofer, verkfræðinemi við Háskóla Íslands. Hann og Ravindra Thapa, verkfræðinemi við Hí unnu að því að kortleggja Surtshelli af nákvæmni með leysiskanna og flygildi til varðveita ásýnd hans í sýndarveruleika í verndarskyni og til kynningar.

Nú er þetta leiksvið sum sé kortlagt af ótrúlegri nákvæmni og er að auki hægt að horfa á myndband þar sem hægt er að ferðast um í hellinum, fara hann á enda og í alla rangala.

„Tilgangur verkefnisins var að afla nákvæmra gagna um lögun og gerð hellisins til að skilja betur hraunrásina, sem flutningskerfi innan hraunbreiðu og jafnframt varðveita ásýnd hans í sýndarveruleika í verndarskyni og til kynningar,“ segir annar nemendanna, Ravindra Thapa sem er frá Nepal.

Þeir Diego og Ravindra unnu þetta verkefni undir leiðsögn Ingibjargar Jónsdóttur, dósents í landfræði og Þorvaldar Þórðarsonar, prófessors í eldfjalla- og bergfræði. Þau starfa bæði við Jarðvísindadeild Háskólans.

Surtshellir er afar sögufrægur og leiksvið óhæfuverka í Sturlungu þar sem segir af því þegar einn af höfðingjum Sturlunga, sjálfur Sturla Sighvatsson, lét færa Órækju Snorrason niður í hellinn hvar hann var pyntaður og skaddaður fyrir lífstíð. Þetta var árið 1236. Það er til marks um skálmöldina sem þá ríkti að Sturla og Órækja voru bræðrasynir. Órækja var sonur skáldsins og höfðingjans Snorra Sturlusonar.

- Auglýsing -

Nú var þetta leiksvið sum sé kortlagt af ótrúlegri nákvæmni og er að auki hægt að horfa á myndband þar sem hægt er að ferðast um í hellinum, fara hann á enda og í alla rangala.

 

Þeir Ravindra Thapa og Diego Bitzenhofer.
MYND/Kristinn Ingvarsson.

Sá lengsti sem hefur uppgötvast 

Surtshellir er í Hallmundarhrauni í Borgarfirði og er talin hafa runnið á tíundu öld eða fljótlega eftir landnám. Hann er sá lengsti sem hefur uppgötvast hérlendis eða hartnær um tveir kílómetrar að lengd.

- Auglýsing -

Diego Bitzenhofer, sem er frá Þýskalandi, segir að vinnan á vettvangi hafi tekið um tíu daga, og falist í uppsetningu leysibúnaðar, ljósakerfis og viðmiðunarpunkta.

„Stór hluti verkefnisins var úrvinnsla, hreinsun og samsetning gagna. Yfirborð hraunsins var myndað með flygildi og út frá myndmælingum var reiknað hæðarlíkan og samfellt myndkort, sem svo má tengja við hellagögnin.“

Verkefnið var unnið af Háskóla Íslands í samstarfi við Árna B. Stefánsson – Fjörgyn ses. og Jón Bergmann Heimisson – Punktaský ehf. auk Vinnumálastofnunar.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -