Það er gaman að koma við í Kristjánsbakarí á Akureyri af ýmsum ástæðum; kræsingarnar sem þar er boðið upp á sanngjörnu verði kitla bragðalaukana svo um munar, enda er bakaríið landsfrægt fyrir gæði, gott úrval og frábæra þjónustu.
Miklar og góðar endurbætur hafa verið gerðar sem svo sannarlega hafa tekist vel og bakaríið er allt hið glæsilegasta; þar sem góður smekkur mætir virkilega góðu andrúmslofti og geggjuðum kræsingum í bland við toppþjónustu og gott verð.
Það er fyrirtækið margrómaða Gæðabakstur sem á og keypti Kristjánsbakarí fyrir fimm árum síðan og óhætt að segja að eigendurnir hafi tekið staðinn í gegn með með þeim hætti að eftir hefur verið tekið; smekklegt og glæsilegt bakarí með meiru.
Strax árið 2016 þegar kaupin voru gengin í gegn þá var „hafist handa við mjög miklar endurbætur á verslun okkar í Hafnarstræti 108, sem voru endanlega kláraðar í lok maí,“ segir Vilhjálmur Þorláksson, framkvæmdarstjóri og eigandi Gæðabaksturs, sem, eins og áður sagði, á og rekur Kristjánsbakarí.“
Vilhjálmur segir að síðan hann keypti bakaríið rómaða „hefur reksturinn gengið mjög vel og við höfum verið í mikilli og góðri endurskipulagningu þar sem lögð hefur verið megináherslu á þjónustu við Norðurland“ segir hann bætir við, hress í bragði og fullur bjartsýni á framtíðina í Höfuðstað Norðurlands, Akureyri:
„Í byrjun þessa árs hófumst við handa af fullum krafti við það að skipta út innréttingum í verslun okkar í Hrísalundi 3 og teljum við að sú breyting hafi heppnast mjög vel í alla staði. Við erum mjög ánægð með endurbæturnar og stolt af útliti staðarins en ekki síst vörunum sem við bjóðum upp á ásamt vingjarnlegu og þægilegu andrúmslofti sem Akureyringar og bara allir landsmenn og ferðalangar líka njóta á degi hverjum.“
Mikil og góð uppbygging hefur átt sér stað á Akureyri á undanförnum árum og framtíð bæjarins er björt og falleg, eins og bærinn sjálfur.
Rekstur Kristjánsbakarís í dag „veitir þrjátíu og fjögur störf á hér í þessum ægifagra bæ, Akureyri“ segir Vilhjálmur og bætir við „að það er von okkar að geta vaxið enn meira á næstu árum með aukinni þjónustu við Norðurlandið og með því fjölgað störfum hjá okkur til frambúðar.“
Það er svo sannarlega alveg óhætt að mæla með heimsókn í Kristjánsbakarí því þar býður fólks girnilegar kræsingar og frábær þjónusta. Þeir sem þangað koma verða flestir ef ekki nær allir „fastakúnnar sem við erum mjög stolt af,“ segir Vilhjálmur í Kristjánsbakaríi á Akureyri að lokum.