Alls 13 einstaklingar sóttu um starf sveitastjóra Dalabyggðar.
Um þessar mundir eru bæjarfélög að ráða til sín sveitarstjóra, eftir síðustu kosningar, sum hafa nú þegar gert það á meðan önnur eru að fara yfir umsóknir. Þá eru sumir pólitískt ráðnir á meðan aðrir fara í gegnum umsóknarferli. Slíkt á við um Dalabyggð.
Samkvæmt frétt Skessuhorns rann umsóknarfrestur um starf sveitastjóra Dalabyggðar út síðastliðinn mánudag. Þau mál sem eru hvað stærst í sveitafélaginu framundan eru til að mynda bygging íþróttamannvirkja og sameining sveitarfélaga.
Alls sóttu 13 manns um starfið en það er Hagvangur sem annast ráðningarferlið. Samkvæmt Skessuhorni hafa nöfn einstaklinganna ekki verið gefin upp enn sem komið er en haft er eftir Eyjólfi Ingva Bjarnasyni oddvita Dalabyggðar, að hann sé bjartsýnn að hægt verði að ganga frá ráðningu nýs sveitarstjóra fyrir miðjan júlí. Fráfarandi sveitarstjóri, Kristján Sturluson gaf ekki kost á sér áfram en mun starfa sem sveitarstjóri þar til búið að er að ganga frá ráðningu á eftirmanni hans.