- Auglýsing -
Tilkynning barst á Facebooksíðu lögreglunnar í Vestmannaeyjum fyrir stundu. Þar er sagt frá bruna sem varð í gær í öskubíl Kubbs á Nýja hrauni og tveimur öðrum bílum en telja þeir að öðrum bíl hafi verið ekið á hann. Hvetur lögreglan fólk sem gæti vitað um málsatvik til að hafa samband við lögregluna.
„Um kl. hálf ellefu í gærkvöldi var lögreglu tilkynnt um mikinn reyk sem lagði frá neðra svæði Kubbs á Nýja hrauni. Við nánari skoðun kom í ljós hvar eldur logaði í öskubíl Kubbs og tveimur öðrum bifreiðum. Talið er að kviknað hafi í bifreið sem ekið var á öskubílinn en ekki er vitað nánar um tildrög atviksins.
Í þágu rannsóknar málsins óskar lögreglan eftir upplýsingum um mannaferðir á svæði Kubbs í gærkvöldi og eru þeir sem telja sig búa yfir upplýsingum sem varpað geti ljósi á málið hvattir til að hafa samband við lögreglu í síma 444 2090 eða í gegnum facebooksíðu lögreglunnar í Vestmannaeyjum.“