- Auglýsing -
Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar hefur séð um sex sjúkraflug frá Vestmannaeyjum það sem af er árinu. Á dögunum ákvað áhöfn Gæslunnar að lenda á bílastæði.
Kallað var eftir þyrlusveit Landhelgisgæslunnar á dögunum til að annast sjúkraflug frá Vestmannaeyjum. Vegna þoku reyndist áhöfninni ekki kleift að lenda á flugvellinum en dó hún ekki ráðalaus heldur lenti á bílastæði á Hamrinum.
Ljósmyndirnar við fréttina voru teknar af Tryggva Má Sæmundssyni, ritstjóra Eyjar.net en fleiri frábærar myndir má sjá hér.