Miðvikudagur 20. nóvember, 2024
-5.1 C
Reykjavik

Tíu manna áhöfn togbáts hætt komin í eldsvoða – Þyrla Gæslunnar brást hratt við

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Eldur kviknaði í togbáti úti fyrir Patreksfirði í gær. Tíu voru um borð.

Þyrslusveit Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar og sjóbjörgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar á Vestfjörðum voru sendar út í gærkvöld er tilkynning barst um eld sem kviknað hafði í vélarrúmi togbáts út fyrir Patreksfirði.

Laust fyrir klukkan hálf tíu hafði áhöfn togbátsins samband við Landhelgisgæsluna og brást hún strax við með því að senda þyrlu á staðinn ásamt slökkviliðsmönnum frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins sem fóru vestur með þyrlunni.

Áhöfninni, sem taldi tíu manns, tókst að loka vélarrúminu og rúmum hálftíma eftir að beðið var um aðstoð, var búið að reykræsta bátinn. Snéri þá þyrla Landhelgisgæslunnar við en björgunarskip Slysavarnafélagsins Landsbjargar hélt áleiðis að bátnum sem sigldi á eigin vélarafli til hafnar.

Sagt er frá málinu á vef Gæslunnar.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -