Föstudagur 22. nóvember, 2024
-2.8 C
Reykjavik

Tveimur ferðamönnum bjargað af Kötlujökli – Annar þeirra hafði örmagnast

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Tveimur ferðamönnum var bjargað af Kötlujökli í gær. Annar þeirra hafði örmagnast.

Seinni partinn í gær, fimmtudag, barst beiðni frá tveimur ferðamönnum sem voru á ferð að eða frá íshelli í Kötlujökli, eftir aðstoð. Hafði annar þeirra örmagnast á göngunni. Feykir hefur eftir tilkynningu frá Landsbjörgu að fólkið hafi verið statt á Vatnsrásarhöfði, rétt norður af Remundargilshöfði en þar liggur þekkt gönguleið úr Þakgili að Kötlujökli.

Fram kemur í frétt Feykis að björgunarsveitir á svæðinu frá Vík og austur á Kirkjubæjarklaustur hafi verið boðaðar út og lögðu af stað til aðstoðar. Fólkið fannst á gönguleiðinni rétt um klukkan 18 og fékk það aðstoð niður að björgunarsveitarbíl.

Þeim var svo keyrt inn í Þakgil, þar sem þeir höfðu skilið bíl sinn eftir við upphaf gönguferðarinnar. Þurftu þeir ekki frekari aðstoð og lauk því starfi björgunarsveitanna.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -