Miðvikudagur 20. nóvember, 2024
-5.1 C
Reykjavik

Varðskipið Þór kom súrálsskipi til hjálpar í Reyðarfirði

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Á ellefta tímanum í gærmorgun barst varðskipinu Þór beiðni um aðstoð vegna vélarbilunar súálsskips í Reyðarfirði.

Samkvæmt heimasíðu Landhelgisgæslunnar gerði áhöfn varðskipsins Þórs ráð fyrir því að verja sjómannadeginum á Dalvík en þær áætlanir breyttust, eins og gegnur og gerist hjá Gæslunni.

Í gærmorgun óskaði súrálsskipt í Reyðarfirði eftir hjálp vegna vélarbilunar en flutningaskipið var við akkeri stuttu frá höfninni. Vegna versnandi veður þótti mikilvægt að koma skipinu að bryggju sem allra fyrst. Varðskipið Þór rauk af stað og var komið til Reyðjarfjarðar rétt fyrir ellefu í gærkvöldi. Þar sem enginn dráttarbátur var tiltækur í nágrenninu þótti mjög mikilvægt að varðskipið næði til Reyðarfjarðar fyrir miðnætti. Tuttugu er í áhöfn flutningaskipsins sem er um 36 þúsund tönn.

Dráttartaug var komið á milli skipanna á tólfta tímanum í gærkvöldi og ríflega klukkustund seinna voru skipin komin að bryggju. Að sögn Gæslunnar gekk aðgerðin einstaklega vel og hélt Þór sinni árlegu vitaferð áfram að verkefninu loknu.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -