Laugardagur 18. janúar, 2025
0.3 C
Reykjavik

Veggir skreyttir á Akranesi: „Bæjarbúar sífellt að gefa sig á tal“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Í morgun var sérstaklega gott veður fyrir listamennina á Akranesi sem nú skreyta veggi. Nafnarnir Bjarni Skúli Ketilsson og Bjarni Þór Bjarnason.

Hundurinn dáist að Bjarna Þór Bjarnasyni og verkinu hans, sem er hluti að vegglistarátaki Akraness. Mynd/skjáskot. Skessuhorn

Samkvæmt blaðamanni Skessuhorns voru báðir á fullu við verk sín þegar hann átti leið um. Þeir eru langt komnir með þau, en blaðamaður lýsir því að sífellt hafi bæjarbúar verið að gefa sig á tal við þá félaga.

Bjarni Skúli Ketilsson að mála vegg á Akranesi. Mynd/skjáskot. Skessuhorn

„Baski málar verk sitt á gafl gömlu mjölgeymslu Brims niður við höfn. Bjarni Þór málar hins vegar á norðurgafl gamla Landsbankahússins við Akratorg. Báðir eru þeir í verkum sínum með skírskotun til atvinnulífs liðinna tíma, en verkin eru engu að síður afar ólík. Baski segist sækja innblástur til kirkjuglugga í Flórens á Ítalíu, en hann málaði mikið í þessum stíl í kringum 2005. Bjarni Þór tekur fjallahringinn, líkt og horft sé í gegnum húsið, en á myndinni eru ýmis þekkt kennileiti á Akranesi, svo sem kútterinn, skip úr smiðju Þ&E, vitinn, Akraneskirkja og fleira sem margir þekkja. Verk þeirra nafna munu ásamt fleiri útilistaverkum prýða bæinn sem hluti af sérstöku vegglistarátaki sem nú er í gangi og sagt hefur verið frá í Skessuhorni.“

Bjarni Þór Bjarnason, myndlistamaður á verkstæði. Mynd/skjáskot. Skagafréttir

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -