Laugardagur 16. nóvember, 2024
0.6 C
Reykjavik

Veit ekki af neinum sem brugðið hefur búi vegna hækkandi áburðaverðs: „Líkast til af öðrum ástæðum“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Skýrsla sem barst frá Byggðarstofnun á dögunum málaði upp dökka mynd af stöðu sauðfjárræktunar Íslandi. Eitt af því sem hefur haft áhrif eru þau viðskiptahöft sem lögð voru á Rússland í kjölfar innrásar landsins í Úkraínu. Til að mynda hefur verð á áburði hækkað talsvert mikið síðan í vetur.

Sjá einnig: Dökk mynd af stöðu sauðfjárræktar á Íslandi – Stór hluti bænda líklegur til að bregða búi

„Það hafa vissulega margir reynt að kaupa ódýrari áburð eða minnkað keypt magn en þó nokkur fjöldi hefur haldið áfram að taka sama magn og alltaf,“ segir Sigurbjörn Snæþórsson, bóndi og sölumaður Fóðurblöndunnar á Austurlandi í viðtali við Austurfrétt.

Samkvæmt Austurfrétt hefur verð á áburði hækkað töluvert frá því snemma í vetur en í sumum tilfellum er hækkunin allt að 120 prósent og virðist ekkert lát vera á. Telja sérfræðingar erlendis að enn kunni verð á áburði að hækka talsvert enn og er það ekki síst vegna viðskipaþvingana á Rússa vegna stríðsins í Úkraínu. Rússar framleiða stóran hluta áburðarins sem notaður er í Evrópu en vegna þess hversu góð birgðarstaðan hjá stærri birgjum er má búast við að hækkanirnar komi ekki að fullu fyrr en í byrjun vetrar.

Segist Sigurbjörn í samtali við Austurfrétt, vita af bændum sem hafa reynt að notast við skít og jafnvel moltu á tún sín í staðinn fyrir áburð og enn aðrir hafi reynt að minnka magnið sem keypt er. Að sögn Sigurbjörns hefur enginn hingað til óskað eftir að fá að skila áburði sem er gjarnan merki um að fólk stefni á að bregða búi.

„Nei, ekkert slíkt enn sem komið er hjá mér. Vissulega heyrir maður annars lagið að einhverjir séu að hætta en það er líkast til af öðrum ástæðum en verðhækkunum á áburði frá því í vetur.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -