Fimmtudagur 23. janúar, 2025
-0.9 C
Reykjavik

Verkfall samþykkt í Neskaupsstað – Sundlaugin lokar í þrjá daga

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Á Hvítasunnudag skellur á verkfall á landsvísu sem mun hafa víðtæk áhrif í samfélaginu.  Í Neskaupstað verður til að mynd lokað í íþróttamannvirkjum bæjarins, þar með talið sundlauginni. Verkfallið verður dagana 27., 28. og 29. maí.

Fram kemur í frétt Austurfréttar að Starfsmannafélag Fjarðabyggðar gekk til liðs við Kili í lok árs 2021, en starfólk íþróttamannvirkja í Neskaupstað tilheyra þeim.

Næstu vikuna er spáð blíðskaparveðri fyrir austan en Norðfirðingar verða að sætta sig við að kæla sig í sundlaugum nágrannabæja, haldist veðurblíðan áfram í næstu viku.

Aðgerðir BSRB gera það að verkum að verkfallið á sér stað. Eftir helgi eru verkföll áformuð hjá starfsfólki leik- og grunnskóla á höfuðborgarsvæði og á Suðurlandi. BSRB þrýstir þannig á meðal annars að launahækkunin gildi frá 1. janúar, líkt og var samið um á almenna markaðinum.

Aðildarfélög BSRB eru að skoða víðtækari aðgerðir. FOSA og Kjölur eru fyrir utan félag stétta á Austurlandi eins og Landsambands slökkviliðs- og sjúkraflutningafélags, Landssamband lögreglumanna og Sjúkraliðafélagið.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -