Fimmtudagur 21. nóvember, 2024
-8.2 C
Reykjavik

Vill róttækar breytingar í stefnu stjórnvalda: „Afkoma bænda hefur verið með öllu óviðunandi“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Þórarinn Ingi Pétursson segir líf ís­lensks land­búnaðar hangi á blá­þræði.

Alþingismaðurinn Þórarinn Ingi Pétursson telur að það þurfi að breyta um stefnu þegar kemur að nálgun stjórnvalda að bændum. Hann fór yfir málið í pistli sem hann skrifaði.

„Það hefur legið fyrir um tíma að staða bænda hafi farið versnandi á síðustu árum, staðan hefur verið margrædd en lítið að gert. Veruleikinn er sá að afkoma bænda hefur verið með öllu óviðunandi frá árinu 2020, rekstrargrundvöllurinn er hverfandi með hverjum mánuði, nýliðun er lítil sem engin og bændur kalla ítrekað eftir aðgerðum til að koma starfsgreininni aftur í fyrra horf,“ sagði Þórarinn í pistli sínum sem birtist á Vísi. Hann sagði einnig að það væri ekkert einkamál bænda að standa vörð um fæðuöryggi þjóðarinnar. Það væri sameiginlegt verkefni bænda og stjórnvalda.

„Þá er nýliðun orðið „orð“ sem maður heyrir allt of sjaldan. Það að gerast bóndi í dag er ekki aðlaðandi verkefni. Það er ekki aðlaðandi fyrir ungt fólk að takast á við allar þær skyldur sem fylgja því að vera í búskap og þurfa síðan auk þess fyrir utan hefðbundinn vinnudag að fara í aðra vinnu til þess eins að geta framfleytt fjölskyldu sinni. Það að fara út í jarðarkaup í dag með öllu tilheyrandi er á fárra færi, undirritaður telur að skoða þurfi af fullri alvöru möguleika á að útfæra hlutdeildarlán til nýliðunar bænda.“

Þórarinn telur að Íslandi verði að skipuleggja sig sem matvælaframleiðsluland og það mál verði að setja í forgang. „En fyrsta verkefnið er að setjast niður með bændum og fara yfir stöðuna, hvað er til ráða, því að ef ekkert verður að gert þá mun fara illa og við eigum eftir að sjá á eftir þeirri matvælaframleiðslu sem við stundum í dag.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -