Föstudagur 10. janúar, 2025
0.8 C
Reykjavik

Vindmyllur við Lagarfossvirkjun komnar aftur á dagskrá

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Orkusalan hyggst byggja tvær vindmyllur skammt frá Lagarfossvirkjun í Múlaþingi.

Samkvæmt frétt Austurfréttar eru áform Orkusölunnar um byggingu tveggja vindmylla aftur komin á fullt skrið eftir að hafa verið sett í salt. Hugmyndin kom fyrst fram árið 2018 en þá vildi Orkusalan sem sér meðal annars um rekstur Lagarfossvirkjunnar, kanna hagkvæmnina við uppbyggingu vindorku á svæðinu.

Fram kemur í frétt Austurfréttar að til að byrja standi til að byggja 50 metra hátt könnunarmastur til að mæla nákvæman vindhraða, vindáttir og aðrar mögulegar breytur á svæðinu svo hægt sé að leggja mat á áskjósanleika þess að byggja vindmyllur þar. Verði niðurstaðan jákvæð planar Orkusalan að hefja byggingu vindmyllanna en rafmagnsframleiðsla þeirra færi beint inn á orkunetið við virkjunina.

Fyrir rúmu ári voru komnar fram óskir um breytt deiliskipulag svo að fyrirtækið gæti byrjað á verkinu voru komnar fram hjá Fljótsdalshéraði en stuttu seinna var það sveitarfélag sameinað öðrum undir nafninu Múlaþing. Í samtali við Austurfréttir segir framkvæmdarstjóri Orkusölunnar, Magnús Kristjánsson, ástæðuna fyrir söltun á verkinu hafa bæði verið sameiningin og heimsfaraldurinn sem enn hrellir landann.

Nú hefur sem sagt Múlaþingi borist sama erindi frá Orkusölunni og því hugmyndin komin á fullt skrið aftur.

 

- Auglýsing -

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -