Haraldur er nýr deildarforseti Guðspekifélagsins: „Hvaða skynfæri eru það sem skynja stemmingu?“

top augl

Nýjasti gestur bræðaranna Gunnars og Davíðs Wiium er enginn annar en geðlæknirinn og nýkosinn deildarforseti Guðspekifélagsins á Íslandi, Haraldur Erlendsson. Hér er brot úr viðtalinu.

Haraldur útskrifaðist úr læknadeild Háskóls Íslands og starfaði á Borgarspítalanum á endurhæfingar og taugadeild og svo á lyfjadeild. Hann tók nám í taugalækningum í London (DCN). Haraldur starfaði í nær fimm ár við heilsugæslu á landsbyggðinni og var læknir á Flateyri þegar snjófljóðin féllu 1995. Þá byrjaði hann að vinna með fólk með áfallastreitu og í framhaldi af því lærði hann geðlækningar í Bretlandi og kláraði sérfræðiprófin árið 1999 og mastersnámið árið 2000. Hann starfaði sem sérfræðingur í geðlækningum í Sussex í East Grinstead og síðar í Hastings. Haraldur byrjaði svo að starfa með konur með mikla áfallastreitu og jaðarpersónuleikaröskun í 10 ár. Þá var hann yfirlæknir í Cygnet Hospital Bierley í Bradford og síðar geðlæknir í Dean Hospital hjá Partnership in Care. Árið 2012 flutti hann heim til Íslands og tók við sem yfirlæknir og forstjóri á Heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði ásamt því að gegna stöðu sem yfirlæknir geðheilsuteymis Suðurlands á Selfossi í nokkur ár. Hann lét svo af störfum þar 2019 og hóf stofurekstur, fyrst í Hveragerði og síðar í Kópavogi.

Spurður út í það hvernig draumar og ímyndunaraflið komi inn í þessi hefðbundnu geðvísindi segir Haraldur að með því að skoða drauma og ímyndunaraflið má greinilega sjá samhengi og greinilega endurspeglun á hvernig manni raunverulega líður. Hann vill líka meina að hin hefðbundnu vísindin séu að opnast meira og meira fyrir þessu þáttum hugans.

„Þig dreymir fjall, þig dreymir hund, þig dreymir ljósveru og svo vaknarðu og ferð að hugsa um þennan draum, þá kemur einhver tilfinning með því. Eða þú gengur inn í kirkju eða inn á Þingvelli og þú finnur að það er góð stemming. Hvaða skynfæri eru það sem skynja stemmingu? Þetta er í raun kjarna-andleg upplifun. Í tíbeska búddismanum er þetta kallað „ástand rýmisins“.“

Nýverið var Haraldur kosin deildarstjóri Guðspekifelagsins. Guðspekifélagið er félagsskapur fólks sem leitar sannleikans í gegnum hin ýmsu form trúarbragða og kennisetninga. Guðspekifélaganum er ekki sama hvernig heimurinn er. Hann er í senn áhorfandi og þátttakandi. Hann vill skoða mannlífið, einkum mannshugann, eiga þátt í myndun jákvæðra viðhorfa, því samkvæmt guðspekinni eru allir menn fyrst og fremst menn, þrátt fyrir ýmsa meira eða minna tilbúnar skiptingar. Enginn einn getur skorast undan hlutdeild sinni í ábyrgð heildarinnar – af því hann lítur á bræðralagið sem staðreynd. Einkennisorð Guðspekifélagsins eru „Engin trúarbrögð eru sannleikanum æðri“.

Báðir foreldrar Haralds voru virkir félagar Guðspekifélagsins svo hann elst upp í þessu umhverfi og umræðum. Hann sjálfur verður svo fyrir ólíkum reynslum sem barn sem marka hann og fullvissa hann um að það sé dulin heimur handan efnisheims sem ber að rannsaka með íhugum. 

Félagið „Theosophical Society“ var stofnað af rússneska dulspekingnum Helena Petrovna Blavatsky oft kölluð Madame Blavatsky og Henry Steel Olcott í New York í árið 1875. Fljótlega eftir stofnun félagsins flytja Blavatsky og Olcott til Indlands og verða þau og félagið fyrir miklum áhrifum þar í gegnum hindúisma og búddisma. 

Guðspekifélagið stofnaði útibú í Reykjavík 1912 en Íslandsdeild Guðspekifélagsins var formlega stofnuð 1921.

Eftir að félagið kemur til Íslands fara margir kirkjunnar menn að skrá sig í félagið og má segja að frjálshyggjan í þessum efnum hafi leyst upp ákveðið íhald sem lengi hafi ríkt. Félagsskapurinn myndaði sterka senu sem tengdi landsbyggðina á vissan hátt aftur við náttúruna, tengingu sem landbyggðarfólkið hafði á vissan hátt misst við flutning sinn í þéttbýlið.

„Þau verða fyrir miklum áhrifum í Indlandi, bæði af hindúismanum og búddismanum og taka þátt í sjálfstæðisbaráttu Indverja og eru þess vegna á ákveðnum stalli þar enn. Og svo verða þau einskonar brú milli hugmynda Austurheims og Vesturheims. Þau áttu mikinn þátt í því í kringum 1880-90 að, hvernig á ég að orða það fallega? að brjóta upp fastan kristinn hugmyndaheim og komu með mikið af ferskum hugmyndum inn í Vestræna menningu.“

Stórir karakterar eins og Grétar Fells, Haraldur Pétursson, Gunnar Dal, Þórbergur Þórðarson og Sigvaldi Hjálmarsson voru á sínum tíma mjög virkir félagar Guðspekifélagsins. Mikið af bókum voru skrifaðar af þessum mönnum og liggja þær í miklu magni í hillum fornbókabúða hér á landi, sannkallaður brunnur af visku sem þessir merku menn náður sér í og skiluðu af sér með sinni andlegu iðkun samhliða ötullu starfi innan Guðspekifélagsins.

Viðtalið má sjá og heyra í heild sinni á spilaranum hér fyrir neðan ásamt að hægt er að finna Þvottahúsið á öllum helstu streymisveitum.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni