Páll skipstjóri segir söguna á bak við byrlun, símaþjófnað og hjartastopp: „Ég er skæruliði“

top augl

Nýjasti gestur Mannlífsins er maður sem gengið hefur í gegnum mikinn ólgusjó. Það er skipstjórinn Páll Steingrímsson sem segir sögu af byrlun, símaþjófnaði og átökum.

Páll hefur verið mikið í fjölmiðlum síðustu árin en hann er skipstjóri hjá Samherja og komst í fréttirnar þegar hann var sakaður um að vera „skæruliði“ Samherja. Þá steig hann fram og sagði frá eiturbyrlun sem hann varð fyrir en í kjölfarið var síma hans stolið og komið í hendur fjölmiðla, að sögn Páls.

Í upphafi viðtalsins spyr Reynir beint út, hvort Páll sé skæruliði.

„Já, veistu ég ætla bara að viðurkenna það, ég er skæruliði,“ svaraði Páll og sagði að vinnubrögð skæruliðadeildarinnar hafi beinst að stjórnendum Samherja. „Vegna þess að okkur þótti þeir bara óttalegir aumingjar við að verja fyrirtækið,“ sagði skipstjórinn og átti þá ekki einungis við umræðuna um Namibíumálið, heldur í raun allt. „Það var í rauninni bara allt, Reynir. Mér fannst þeir bara standa sig illa í að koma á framfæri upplýsingum.“

Í viðtalinu talar Páll hreint út um veikindi sín og símaþjófnaðinn en þáttinn má sjá í heild sinni á tv.mannlif.is.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni