Föstudagur 10. janúar, 2025
0.8 C
Reykjavik

Alda Karen segir hugvíkkandi efni vera sýklalyf hugans:„MDMA meðferðin snýst svo mikið um samkennd“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Nýjasti gestur bræðranna Gunnars og Davíðs Wiium í hlaðvarpinu Þvottahúsið er engin önnur en fjöltalentinn Alda Karen Hjaltalín.

Alda Karen hefur búið um árabil í New York þar sem hún starfar við persónulega ráðgjöf og við að þjónusta fyrirtæki við sölu og markaðssetningu.

Hér er brot úr viðtalinu:

Alda er aðeins með stúdentspróf og enga háksólamenntun, hvorki innan sölu og markaðsmála né sálfræði eða geðhjálpar. Allur hennar árangur er byggður á reynslu og miðast allur hennar boðskapur við að deila aðeins sinni reynslu með undirtón ríks innsæis sem hún segist hafa notið síðan hún var barn. Hún segist skilja gagnýni á það að hún taki til sín skjólstæðinga í einkatíma í hugrækt, tengt atvinnu eða persónulegum glímum og taki fyrir það 30.000,- á meðan sálfræðingur með sjö ára háskólanám sinni í raun sömu eða svipaðri vinnu fyrir 18.000,- per tíma en fólk verði að átta sig á að hún stendur ein í þessu, hún sé ekki með neitt öryggisnet, hún þurfi sjálf að leigja skrifstofuna og svo framvegis.

Gunnar falaðist eftir svörum eða skoðunum hennar á síauknum geðgreiningum og „viðeigandi” lyfjagjöfum sem virðast vera í veldisvexti hér á landi í málum barna og unglinga sem og fullorðinna og eldri borgara. Alda sagðist stíga varlega til jarðar í þessum efnum enda hafi hún áhuga á að starfa meira með fagfólki og að þetta sé afar viðkvæmt svæði að fara inn á án sérfræðiþekkingar. Þessu tengt spurði Gunnar hana hvort að hún teldi að lyfjaframleiðendur hefðu raunverulegan áhuga á að lækna hugarvíl og geðsjúkdóma. Aftur steig hún varlega til jarðar en fór úr þessu yfir í samtal tengt notkun hugvíkkandi efna. Hún segir að af persónulegum ástæðum hafi vaknað mikil áhugi hjá henni á möguleikum þessara efna. Nefndi hún helst MDMA og Psilosobin. Efni sem Þvottahúsið hefur fjallað talsvertu um í sínum fyrri þáttum. Alda hélt því fram að með notkun MDMA í meðferðarumhverfi og í umsjón fagfólks sé árangurinn mun betri en við erum vön með hefðbundnum geðlyfjum. Segir hún að við séum á þeim stað sem við vorum á áður en að sýklalyf komu á markaðinn, stöðnuð í einskonar lyfjasúpu sem hefur sýnt sig að sé ekki taka miklum framförum. Ennfremur segir hún að þessi hugvíkkandi efni séu í raun sýklalyf hugans og að við eigum eftir að sjá það betur og betur með auknum rannsóknum og aukinni fræðslu að útrýma fordómum og hræðslu. Með tímanum munu fleiri og fleiri stíga fram og öðlast hugrekki til að deila sínum reynslum, presónulegum sem og reynslum skjólstæðinga án þess að óttast afleiðingar frá þeirra akademíska umhverfi.

Alda Karen nefndi dæmi um MDMA meðferð sem hún fræddist um á ráðstefnu nýverið. „MDMA meðferðin snýst svo mikið um samkennd. Rosalega mikið af ást og fólk nær að sjá sig á svo fallegan hátt og það sem kom fyrir það og fleira.“

- Auglýsing -

„Það eru engar vísindalega rannsóknir sem sýna fram á niðurtúr en það er hinsvegar fullt af fólki á djamminu sem líður ógeðslega illa á mánudegi því það er búið að drekka sig í hel og taka fullt af pillum um helgina,“ sagði Alda Karen aðspurð um niðurtúra eftir MDMA inntöku.

Gunnar spurði Öldu í lokin hver lokaorð hennar væru og voru þau mjög skýr, „Þú ert nóg.“

Þennan frábæra þátt má sjá í heild sinni hé rá spilaranum hér að neðan sem og að má finna Þvottahúsið á öllum helstu streymisveitum.

- Auglýsing -

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -