Alfreð Steinar Rafnsson á að baki ævintýralegan feril sem skipstjóri á togurum og sem kennari í Sjómannaskólanum í Namibíu. Hann segir sögu sína í Sjóranum þessu sinni. Tilviljun réði því að hann varð skipstjóri á togaranum Hvalbak, þrítugur að aldri.
Hann gerði út verksmiðjutogara frá Litháen og mokfiskaði. Svo endaði ævintýrið með ósköpum þegar flaggskipstjóri með skammbyssu að vopni tók skipið herskildi og sigldi því til Litháen. Tveggja ára málaferli tóku við.
Alfreð Steinar er ekki síst þekktur sem skipstjóri á togaranum Snæfugli frá Reyðarfirði.