Arkitektinn Anna byggir fyrsta hamphús Íslands: „Já ok, þetta verð ég klárlega að skoða betur“

top augl

Anna Kristín Karlsdóttir. Arkitekt.

Hampfélagið stendur á bakvið HAMPKASTIÐ sem eru umræðuþættir í hljóði og mynd og fjalla að sjálfsögðu um hamp.  Þáttastjórnendur eru stjórnarmenn Hampfélagsins, Sigurður Hólmar og Þórunn Þórs. Gunnar Dan Wiium sér um úrvinnslu og fréttarskrif og Sigfús Óttarsson um tæknimál. Gestir þáttarins verða bæði íslenskir og erlendir sérfræðingar á sínu sviði um nýtingu hamps. 

Nýjasti gestur Hampkastsins er Anna Kristín Karlsdóttir arkitekt og meðeigandi á arkitektarstofunni Lúdika.

Kynntist hampinum seint

Anna ólst upp á Íslandi og í Svíþjóð, stundaði nám í Reykjavík, Glasgow og London og er með arkitektaréttindi bæði á Íslandi og Bretlandi. Hún hefur mikla reynslu af hönnun íbúðar-, verslunar- og skólahúsnæðis víðsvegar um Bretland, Ísland og Noreg. Hún hefur leitt mörg krefjandi verkefni frá upphafi hönnunar til byggingarloka víðsvegar um Reykjavík, London og Bretland.

Anna lærði grunnarkitektúr á Íslandi ólíkt því sem margir sem hún þekkti gerðu sem fóru strax erlendis í nám. Forsendur þeirra ákvörðunar segir Anna að hún hefði haft áhuga á að kynna sér sérkenni Íslands innan arkitektúrs sem einskonar grunn. 

Anna kynntist hampinum kannski frekar seint í ferlinu en þá var hún í leit að vistvænum efnum og sjálfbærni í byggingariðnaði. Hún vann ásamt manninum sínum lengi í London og var að skoða vistvottunarkerfi þar og í því samhengi dúkkuðu upp efni eins og korkur og strábalar sem eru notuð í hefðbundin strá hús sem er alls ekkert langt frá hugmyndinni um hamphús.

Eftir að hafa klárað námið á Íslandi flutti Anna til Glasgow í mastersnám og þar kynntist hún manninum sínum Jan sem einnig er arkitekt. Í Glasgow kynntist Anna fyrst möguleikum hampsins hvað varðar hampsteypu og eitthvað sagði henni að loksins hefði hún ramblað á hráefnið sem hún hafði verið að leita að. Stuttu eftir að hún og maðurinn hennar fluttu til Íslands sá hún í fréttunum að lögleiðing ræktunar iðnaðarhamps hefði verið samþykkt í þinginu og þá hugsaði hún „já ok, þetta verð ég klárlega að skoða betur.“

Hampsteypan er þeim eiginleikum gædd að hún myglar ekki, hún er gufugegndræp svo hún andar sem kemur alfarið í veg fyrir myglu. Hampsteypan viðheldur jöfnum hita og rakastigi innandyra. 

Aðrir kostir hampsteypunnar er hvað hún er umhverfisvæn. Hampurinn bindur ekki bara koltvíoxíð meðan hann vex, því hampsteypan heldur áfram að sjúga það í sig næstu áratugi. Hampsteypa andar líka og er einangrandi og brennur hvorki né myglar. Það hljómar næstum of gott til að vera satt.  

Anna og maðurinn hennar Jan eru að fara að byggja fyrsta hamphúsið á Íslandi næsta sumar.

Anna fór að kynna sér Hampfélagið og kynntist fljótt stjórnarmeðlimum og í samvinnu hefur þeim tekist að stíga fyrstu skrefin í átt að fyrsta löglega hamphúsinu á Íslandi. 

Hvað varðar hráefni í húsið segir Anna að það skipti miklu máli að nota íslenskt ræktaðan hamp til þess að minnka kolefnissporið.

Talið er að mannvirkjageirinn beri ábyrgð á um 30-40% af losun gróðurhúsalofttegunda á heimsvísu. Tæplega helmingur þeirrar losunar kemur frá byggingaefnum, einkum steinsteypu.  

Anna brennur fyrir sjálfbærni í byggingariðnaði og finnur sig knúna til að stuðla að breytingum varðandi val á byggingarefnum. Stjórnvöld á Íslandi hafa lofað kolefnisfríu samfélagi árið 2030 og segir Anna að hampsteypan sé klárlega einn þáttur í að kolefnisfrítt Ísland geti orðið að veruleika.

Síðasta haust stóð Lúdika í samvinnu við Hampfélagið fyrir hampsteypunámskeiði sem írski arkitektin Tom Woolley hélt. Hægt er að segja að Tom sé faðir hampsteypunnar í Evrópu og eflaust á heimvísu og á þessu örnámskeiði í hampsteypugerð tókst Tom að sýna hversu einföld framleiðslan á hampsteypu raunverulega er.

Tom færðir áhugasama um hampinn sem byggingarefni

Þetta upplýsandi viðtal má sjá á spilaranum hér fyrri neðan auk þess að finnast á öllum helstu streymisveitum.  Einnig má benda á auðvelt er að skrá sig í Hampfélagið á hampfelagid.is og fá þar reglulagar tilkynningar á því sem er að gerast í hampbransanum á Íslandi.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni