„Það gekk oft mjög mikið á og það var mikið álag á fjölskylduna. Ég hafði gagnrýnt á svipuðum tíma ýmislegt varðandi hælisleitendur og þar fékk ég yfir mig mikla gagnrýni og ekki síst frá mínum flokkssystkinum; mjög harkalega gagnrýni,“ segir Ásmundur Friðriksson alþingismaður Sjálfstæðisflokksins. Ásmundur svarar fyrir háan aksturskostnað og bendir á að hann sæe fjarri því með kostnað á við dýrustu þingmennina.
„Nú hef ég tekið eftir því að eiginlega allt sem ég sagði þá að þá hafa þeir sem gagnrýndu mig mest tekið það upp og skrifað um það að það sé nú nauðsynlegt að fara yfir þessa hluti. Þannig að með tíð og tíma, þó ég hafi komið dálítið bratt inn í þá umræðu, þá virðist margt af því sem ég hef sagt komið á daginn og að við þurfum að fara að skoða. Ég varð fyrir því að það var verið að hringja í mann á nóttunni og það komu menn og óhelguðu heimili mitt. Þetta var náttúrlega ferlega erfiður tími og við áttum bara mjög erfiða daga og fengum hringingar á nóttunni bæði frá útlendingum og auðvitað bara fólki hér úr samfélaginu svo ég tali nú ekki um alla tölvupóstana sem komu. Í tölvupósti var mér og börnunum mínum hótað og ég fór auðvitað með það til lögreglunnar.“
Kom eitthvað út úr því?
„Nei, það gerist ekkert í svoleiðis málum held ég.“