- Auglýsing -
Baldur Freyr á að baki fortíð sem er vægast sagt skuggaleg. Hann ólst upp við ofbeldi og misnotkun. Ungur varð hann ofbeldismaður sem endaði með þeim ósköpum að hann varð manni að bana. Hann snéri blaðinu seinna við og rekur nú ráðgjafaþjónustu og trúarhreyfingu. Hann hefur beðið aðstandendur hins látna fyrirgefningar en skilur að það er ekki hægt að ætlast til fyrirgefningar. Hann lenti í þeim sporum seinna að þurfa að fyrirgefa manni sem horfði aðgerðarlaus á systur hans deyja. Baldur segir átakanlega sögu sína í Mannlífinu með Reyni Traustasyni.