Birna Einarsdóttir bankastjóri: Greindist með krabbamein og grét þegar hún missti hárið

top augl

Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, hefur staðið af sér alla storma hrunsins og eftirhrunsáranna. Hún er með lengstan starfsaldur bankastjóra stóru bankanna. Hún gestur Mannlífsins með Reyni Traustasyni þar sem hún lítur um öxl og fram á við.

Hún rifjar upp skelfileg tíma þegar hún greindist með brjóstakrabbamein, 45 ára, og tilveran fór á hvolf. Hún tók þessu þó eins og hverju öðru verkefni.

„Það var auðvitað skelfilegt að fá þessa frétt – að vera með brjóstakrabbamein. Þegar maður fær svona fréttir þá á maður bara eina ósk: Að maður læknist. Áður átti maður svo margar óskir en allt í einu átti maður bara eina. Maður eignaðist aftur þessa drauma þegar maður komst í gegnum það; auðvitað gerði maður sér grein fyrir mikilvæginu en það var gott að finna það að aftur komu draumar og óskir um ýmislegt þegar maður var kominn yfir þetta að mestu leyti,“ segir hún.

Birna segist aðeins hafa grátið þegar hún missti hárið í meðferðinni vegna krabbameinsins.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni