Bjarni Líndal Gestsson er gestur Reynis Traustasonar í Sjóaranum að þessu sinni. Bjarni var beitningamaður alla sína tíð, með hléum þó, en þegar hann hætti störfum var hann ennþá að beita.
Hann segir frá reynslu sinni sem beitningamaður, meðal annars þegar honum bárust þær fregnir að bátur sem átti að vera við veiðar væri í höfninni. Skipið hafði þá tekið á sig brot þegar verið var að leggja baujur í annars ágætu veðri með þeim afleiðingum að tveir ungir menn féllu útbyrðist og fundust ekki. Vinna lagðist af fyrir þá landmennina í um þrjár vikur; bátsverjar voru í þannig áfallli að þeir gátu ekki annað gert en að sigla beint í land og fara svo rakleiðis til síns heima án þess að ræða við nokkurn mann.
Bjarni rekur svo söguna af því hvernig hann varð svo verkstjóri, formaður Sjómannafélagsins og seinna formaður Lífeyrissjóðs sjómanna.