Björn Bjarnason er gestur Guðna: „Mér blöskrar oft þessi harða gagnrýni á landbúnaðinn“

top augl

„Við leggjum áherslu á það að bændur séu sjálfstæðir atvinnurekendur og það þarf að halda þannig á að það sé ekki saumað að þeim með einhverjum boðum og bönnum eða þeir settir í einhverja kreppu út af alþjóðasamstarfi. Við komumst að því þegar við fórum að skoða þetta að EES málið var kýlt allt of fast á bændur í staðinn fyrir að gefa þeim þá styrk með því að breyta einhverju hér innanlands og styrkja það. Það þarf að skapa jafnvægi og það er hægt að skapa þetta jafnvægi. Þetta kom allt of snögglega sem högg,“ segir Björn Bjarnason, fyrrverandi ráðherra í hlðavarpinu Landbúnaðarráðherra Mannlífs, sem Guðni Ágústsson heldur úti.

Kristján Þór Júlíusson, þá sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, skipaði nefnd með Björn í fararbroddi ásamt Hlédísi Sveinsdóttur, Sigurgeir Þorgeirssyni og Bryndísi Eiríksdóttur til þess að vinna heildstætt plagg sem inniheldur tillögur og drög að aðgerðaáætlun um ræktun Íslands og landbúnað sem hlaut titilinn ,,Ræktum Ísland!” en það hefur ratað inn í stjórnarsáttmála núverandi ríkisstjórnar.

„Þetta eru nítján kaflar sem snúa að landbúnaði sem við leggjum til grundvallar. Svo tökum við tíu út úr þegar við gerðum tillöguna um stefnuna og svo koma þessi framkvæmdaatriði. Ef ég á að segja þér hvað kom mér mest á óvart þegar ég fór að kynnast þessu var það hvað hversu landbúnaðurinn er háþróaður að mörgu leyti en bilið kannski á milli þess sem glímt er við sem vandamál og þeirra tækifæra sem men hafa til þess að sækja fram er of breytt. Það þarf að lyfta þeim sem glíma við erfiðustu málin, það þarf að lyfta þeim upp á nýtt stig. Tækifærin eru alveg ótrúlega mikil og gróskan er alveg gífurlega mikil. Nýsköpunarþráin er mjög mögnuð.“

Björn telur að yfirvofandi orkuskortur sé engin tilviljum því menn hafi verið tregir til að virkja undanfarin ár og ekki verði hægt að leysa málin með því að slökkva ljósin á einhverjum ákveðnum tímum. Hann lítur svo á að til að vera samkeppnishæf þjóð þurfum við að nýta þessu grænu orku.

Björn vill sjá aukningu lífrænnar ræktunnar upp í 9-10% og til að ná því þurfi að beina stuðningi við bændur inn á þær brautir. Það þarf að komast að sameiginlegri niðurstöðum um lífræna ræktun en grundvöllur að henni er að nota búfjáráburð frekar en innfluttan áburð og nota áburð sem verður til hjá okkur sjálfum án þess að hann sé tilbúinn. Með þessum hætti getum við framleitt eitthvað sem er einstakt í heiminum.

Björn sér óteljandi tækifæri í markaðssetningu á landbúnaðarafurðum „ég hef heyrt viðtöl við bændur sem segja að Facebook og þessar síður hafi þeim gert kleift að selja vörur sem þeir hafi aldrei getað gert áður þannig að ég held að tækifærin séu óteljandi.“

Að lokum segir Björn vona að það gefist færi á því að ná þeirri sátt því.

„Mér blöskrar oft þessi harða gagnrýni á landbúnaðinn hérna eins og hann sé einhver þurfalingur og hann hafi einhverja sérstöðu í heiminum að við séum með einhvern landbúnað sem eigi meira undir högg að sækja heldur en eðlilegt sé. Allsstaðar í heiminum er litið á landbúnað sem grundvöll heilbrigðs samfélags og það er lögð rækt við að styðja hann og efla. Það er engin þjóð sem gengur þannig fram að hún vilji gera út af við sinn landbúnað“.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni