Við erum ekkert að ætlast til þess eða að það sé verið að klappa fyrir öllu sem við gerum. Það er alls ekki þannig. Það, að farið sé í skipulega herferð og beinar árásir eins og þarna var gert og opinberaðist skýrt síðasta vor, er eitthvað annað, meira og verra en við getum sætt okkur við.“
Dróttað að geðheilsu Helga
Ógnandi hegðun í garð Helga.
„Já, og ógeðfelldir hlutir; greinaskrif þar sem menn veltu sér upp úr geðheilsu minni,“ segir Helgi og á við Þorbjörn Þórðarson, fyrrverandi fréttamann, sem var á þessum tíma fenginn til ráðgjafar hjá Samherja.
Það sem gerðist þegar þessi skæruliðaskjöl komu út, var að nágranni minn kom til mín og sagðist nýlega hafa séð mynd af manni í blöðunum sem hún áttaði sig á að hefði verið fastagestur fyrir utan heimili hennar við að fylgjast með húsinu mínu á einhverju tímabili.
„Hann skrifaði greinar upp í kjaftinn á einhverjum gæja á Akureyri og svo eru samskipti þeirra á milli, þar sem Þorbjörn er að gorta sig af því að vera að drótta að geðheilsu minni. Það var greinilega verið að koma á mig höggi með því að það þyrfti geðlækni til að meta mig vegna þráhyggju sem ég væri með. Það sem gerðist þegar þessi skæruliðaskjöl komu út, var að nágranni minn kom til mín og sagðist nýlega hafa séð mynd af manni í blöðunum sem hún áttaði sig á að hefði verið fastagestur fyrir utan heimili hennar við að fylgjast með húsinu mínu á einhverju tímabili. Hún og annað vitni báru um að það væri Jón Óttar. Þannig að þetta kemur allt í einu á þessum tíma; þá áttaði maður sig á þessu en maður neitaði að trúa því í öllum þessum látum: Risastórt fyrirtæki og starfsmenn þess voru undir rannsókn í Namibíu og á Íslandi og það var verið að henda þeim út úr bankaviðskiptum erlendis og þeir voru að lenda í skattrannsókn í Færeyjum. Þetta var allt að gerast og þeir voru að kljást við yfirvöld úti um allt og þá virtist vera heill floti af starfsfólki undir stjórn ekki eins heldur tveggja forstjóra; það virtist allt snúast um það einhvern veginn að klekkja á mér og samstarfsmönnum mínum. Ég hafði ekki einu sinni hugmyndaflug í að þeir hefðu reynt að eyða svona miklum tíma í þetta.
Það hefur verið landlægt á Íslandi að allir sem hafa sett sig upp á móti og farið harkalega upp á afturlappirnar gegn tilteknu valdi, hafi oftar en ekki fengið fljótt á sig það orð að vera geðveikir; um þá er dreift alls konar ljótum sögum. Þannig að ég er ekki fyrsti maðurinn sem lendir í þessu. En það sýnir líka bara hvað menn eru tilbúnir að gera og hvað menn telja eðlilegt að gera þegar þeim er stillt upp við vegg og þeir beðnir um að svara spurningum um gjörðir sínar.“
Helgi nefnir eina greinina sem var skrifuð á þessum tíma um hann, sem hann segir að hafi verið lögð fyrir Björgólf Jóhannesson, sem var stjórnarformaður Samtaka atvinnulífsins. „Þetta er maður sem fólk mændi upp í og gerir örugglega enn þá. Ég hef haft persónuleg kynni af Björgólfi og það rímaði ekki við þau að hann væri að leggja blessun sína yfir þetta. Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri yfir risastóru alþjóðafyrirtæki: Að menn séu að eyða tíma sínum í þetta og séu á þessu „leveli“; ég er ekkert sérstaklega ginnkeyptur fyrir ósönnuðum samsæriskenningum, en ég hefði ekki trúað því að menn væru til í þetta.“
Viðtalið við Helga Seljan má í heild sinni lesa í helgarblaði Mannlífs.
Einnig má horfa á viðtal Reynis Traustasonar við Helga hér.