Einar Þorsteinsson öskraði á Öldu eftir þáttinn: „Mjög ljót orð sem ég ætla ekki að segja hér“

top augl

Nýjasti gestur bræðranna Gunnars og Davíðs Wiium í hlaðvarpinu Þvottahúsið er engin önnur en fjöltalentinn Alda Karen Hjaltalín.

Alda Karen hefur búið um árabil í New York þar sem hún starfar við persónulega ráðgjöf og við að þjónusta fyrirtæki við sölu og markaðssetningu.

Alda sem hér áður fyrr var hún sölu- og markaðsstjóri hjá Saga Film og seinna hjá samfélagsmiðlafyrirtækinu Ghostlamp starfar í dag ekki aðeins sem ráðgjafi heldur er hún einnig rithöfundur og vinsæll fyrirlesari.

Hún reis upp  á sjónarsviðið á Íslandi fyrir nokkrum árum með fyrirlestrum sem hún hélt bæði í Hörpu og í Laugardalshöll fyrir fullu húsi. Hún segist hafa áttað sig á sínum fyrsta fyrirlestri hve mikið af markaðsmálum og atvinnuframmistöðu almennt snérist í raun um andlegan þroska og hugrækt. Í Laugardalshöllinni hélt hún fyrirlestur í kjölfar áfalls innan fjölskyldunnar og rann allur ágóði til Pieta samtakanna. Í viðtali hjá Íslandi í dag sem hún fór í á þessum tíma, sagði hún að henni liði sjálfri eins og hún sé fullkomnlega nóg og segi það við sjálfan sig sem einkonar forittun á eigin huga sem svo virðist virka því Öldu er bókstaflega allir vegir færir. Eitthvað fór þetta fyrir brjóstið á fagmenntuðum sálfræðingum sem að tóku málið fyrir og var henni svo mætt í eftirminnilegum Kastljósþætti þar sem fulltrúi félags sálfræðinga, Hafrún Kristjánsdóttir mætti Öldu undir umsjón Einars Þorsteinssonar sem nú hefur snúið sér að stjórnmálum.

Leiðtogi Framsóknarflokksins í Reykjavík, Einar Þorsteinsson, vann stórkostlegan kosningasigur í Reykjavík.

„Ég fór bara á eitthvað rant, ég verð að viðurkenna að ég fór bara á svolítið blackout á þessum fyrirlestrum, ég veit ekki einu sinni hvort það hafi verið ég sem var að tala. Ég er búin að segja við sjálfan að ég sé nóg allt mitt líf. Ég var alin upp þannig að mamma mín sagði við mig miklu oftar að hún treysti mér heldur en að hún elskaði mig og það að alast upp með manneskju sem treystir þér meira en hún treystir sjálfum sér gefur þér bara svo massíft traust á sjálfan þig.“

Gunnar hafði orð á því hve vel honum hefði fundist Alda standa undir þeirra stórskotahríð Hafrúnar og sjálfs umsjónarmannsins Einars sem tókst mjög illa að leyna hlutdrægni sinni í þessu máli að mati Gunnars. Alda sat sem rólegust og svaraði spurningum á yfirvegaðan hátt á meðan það augljóslega sauð á þeim sem á móti henni sátu.
Gunnar spurði hvernig leikslok hafi verið, hvort að þau hefðu bara gengið sátt frá borði. „Þetta er fyndin spurning því nú er þessi spyrill sem um ræðir mögulega að fara að verða borgarstjóri og það eru ekki margir sem geta sagt að verðandi borgastjórar hafi öskrað á þá en ég er hinsvegar ein af þeim.“ Einar sem sagt brjálaðist eftir þáttinn enda orðið heitt í hamsi, öskraði á hana og rauk út. „Við röltum þarna yfir í græna herbergið og það sprakk svolítið hjá honum, kominn hiti í hann og hann bara æddi út og ég hef ekkert talað við hann síðan,“ sagði Alda við þá bræður.

Hún segir að þetta hafi ekki haft áhrif á sig því innst inni viti hún að hún sjálf er nóg og að engin sýni af sér svona hegðun nema að eitthvað annað bjáti á, sem klárlega hafi verið raunin í þessu tilfelli. Alda slóg á létta strengi og sagði að nú væri Einar búinn að snúa sér að pólitík og því þyrfti hann ekki að standa við neitt sem hann segði hvort eð er svo það væri líklega honum fyrir bestu.

„Þetta er í fyrsta skiptið sem einhver öskrar á mig svo það komi hreint fram, fyrsta skiptið og bara mjög ljót orð sem ég ætla ekki að segja hér til að vernda manninn.“

Þetta frábæra viðtal má horfa á í heild sinni hér fyrir neðan:

 

 

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni