„Ég á góð börn og barnabörn og þau eru að reyna að draga mig upp úr holunni,“ segir Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, í viðtali við Mannlífið með Reyni Traustasyni. Kári vísar til sorvarinnar og depurðarinna sem hann glímir vioð eftir að eiginkona hans, Valgerður Ólafsdóttir, lést fyrir þremur mánuðum.
Er Kári einmana? „Stundum. Ekki alltaf. Til dæmis þessa dagana þegar ég vakna á morgnana þá sest ég niður með kaffibolla og ræði stjórnmál við Garp, köttinn minn.“
Það hefur gustað úr annarri átt um Kára í sorginni. Mikið uppnám hefur ríkt innan herbúða SÁÁ. Hann fer í gegnum það mál rifjar upp þá tíma þegar hann barðist gegn Þórarni Tyrfingssyni, fyrrverandi yfirlækni, á aðalfundi samtakanna. Í viðtalinu biður hann Þórarinn fyrirgefningar.
Talið berst að hvísli. Dómstóli götunnar. Um að hægt sé að hvísla menn niður. „Ég held að þetta sé mjög flókið að mörgu leyti,“ segir Kári. „Fólk verður að hafa rödd og þá til dæmis held ég að Edda Falak hafi gefið konum sem áttu það skilið rödd til þess að tjá sig og hún hefur gert það að mörgu leyti af miklum myndarskap og gert það mjög flott. En síðan er það þessi örþunna lína sem er dálítið hættuleg. Það er svo miklu hættulegra núna heldur en það var vegna þess að dómstóll götunnar á sér svo mikinn kraft í samfélagsmiðlum að það verður að fara varlega með þetta“.
Í viðtalinu fjallar Kári um ljóðin sín, dauðann og feril sinn sem vísindamaður á heimsmælikvarða.