„Vinkona hans, kærasta hans, vaknaði og tók eftir að hann var ekki á staðnum. Hún kíkti svo út og sá hvar hann lá í blóði sínu,“ segir Eiríkur Sigurbjörnsson, sjónvarpsstjóri Omega, um þann hræðilega dag fyrir rúmlega hálfu ári þegar Daníel sonur hans fannst í blóði sínu eftir að ekið hafði verið á hann. Eiríkur segir sögu sína í fyrsta sinn Mannlífinu með Reyni Traustasyni. Harmleikurinn varð á föstudaginn langa. Banamaður unga mannsins var handtekinn en var fljótlega látinn laus.
„Þetta er alveg hræðilegt. Maður var settur í gæsluvarðhald en var leystur út eftir fjóra til fimm daga,“ segir Eiríkur sem segir sögu sína og dregur ekkert undan.
Viðtalið má sjá í heild sinni hér.